Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mið 22. desember 2010 10:55
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Mario Balotelli: Messi er sá eini sem er betri en ég
Mario Balotelli, framherji Manhester City, er kokhraustur þessa dagana en hann segist vera næstbesti leikmaður í heimi á eftir Lionel Messi.

Balotelli fékk í gær verðlaun fyrir að vera besti ungi leikmaðurinn í heimi í kjöri Tuttosport. Þessi tvítugi leikmaður segist hins vegar stefna á að vera sá besti í heimi.

,,Ég vil verða besti leikmaður í heimi. Það er gott að hafa metnað, ég hef áður sagt að mér er sama hvað aðrir vilja eða búast við af mér því að ég veit hvað ég vil," sagði Balotelli.

,,Ég mun alltaf gefa allt mitt því ég vil verða sá besti. Það er markmið mitt og ég stefni á að láta það takast. Núna er markmið mitt að verða bestur í heimi í heildina."

,,Það er einungis einn leikmaður í heimi sem er aðeins sterkari en ég - Messi. Allir aðrir eru fyrir aftan mig."

banner