Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. janúar 2011 11:23
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Torres hefur engan hug á að yfirgefa Liverpool
Fernando Torres ætlar sér að vera áfram hjá Liverpool þrátt fyrir að vera orðaður frá félaginu.
Fernando Torres ætlar sér að vera áfram hjá Liverpool þrátt fyrir að vera orðaður frá félaginu.
Mynd: Getty Images
Spænski framherjinn Fernando Torres segir að hann hafi engan hug á að yfirgefa félagið og biður stuðningsmenn liðsins að standa á bakvið hópinn. Torrres hefur verið orðaður frá félaginu eftir slakt gengi upp á síðkastið en þjálfaraskipti urðu hjá félaginu í gær þegar Kenny Dalglish tók við af Roy Hodgson.

Torres er samningsbundinn Liverpool til sumarsins 2013 með möguleika á einu ári til viðbótar og ætlar sér að vera hjá félaginu út þann tíma.

,,Meira en nokkurn tíma þurfum við að standa saman núna," sagði Torres í viðtali við People í dag. ,,Við verðum að lifa í nútíðinni og taka einn leik fyrir í einu."

,,Við verðum að bæta við fleiir stigum, vinna leiki og bæta stöðu okkar í töflunni. Það er okkar áskorun og ég fer fram á fulla aðstoð stuðningsmanna okkar við það."

,,Höfuð mitt er hjá Liverpool og á því að hjálpa til við að bjarga tímabilinu okkar. Ég er atvinnumaður og uppfylli alltaf samninga mína. Ég hef ekki íhugað að fara, jafnvel þó það velti á félaginu í fótbolta."

,,Liverpool náði góðum árangri undir stjórn Rafa Benítez og það er erfitt fyrir hvern sem er að fylgja í fótspor þess."

banner
banner
banner