Brasilíumaðurinn Rivaldo staðfesti í gærkvöldi að hann eigi í viðræðum við Liverpool um að leika með félaginu frá næsta janúar. Rivaldo hefur aðeins leikið einn leik með AC Milan á tímabilinu og vill losna strax í janúar þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný. Orðrómur hefur verið uppi um að hann fari til Liverpool og sá orðrómur fékk byr undir báða vængi í gær þegar Rivaldo sagði: ,,Það er satt að ég hef átt í viðræðum við Liverpool en viðræðurnar eru ekki á enda ennþá svo ég get engu bætt við. Á þessu stigi hugsa ég alvarlega um framtíðina. Ég bíð bara eftir að árinu ljúki til að sjá hvað gerist."
Athugasemdir