þri 15. febrúar 2011 07:00
Benedikt Bóas Hinriksson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Táknlausir kossar
Benedikt Bóas Hinriksson
Benedikt Bóas Hinriksson
Tveir gráðugir: Wayne Rooney og Carlos Tevez hafa eitt markmið í lífinu. Að fá sem mestan pening.
Tveir gráðugir: Wayne Rooney og Carlos Tevez hafa eitt markmið í lífinu. Að fá sem mestan pening.
Mynd: Getty Images
Hrollur: Ætli sé einhver meining á bak við þennan lostakoss.
Hrollur: Ætli sé einhver meining á bak við þennan lostakoss.
Mynd: Getty Images
Ég datt í ESPN Classic nú um helgina. Þar var verið að fara í gegnum gömul tímabil í enska boltanum. Þar sáust nokkur skemmtileg tilþrif og vá hvað maður saknar Jose Mourinho úr enska boltanum - en það er önnur saga.

En þar sást líka Wayne Rooney kyssa merki Manchester United í leik gegn Everton. Ég hugsaði með mér; ,,Dísus kræst hvað þessi gaur er vitlaus. Til hvers er hann að þessu? Ekki gerði hann þetta út af ást á félaginu, það hefur hann nú sannað."

Svo fór ég að pæla.

Það eru fullt af fótboltamönnum sem hafa kysst merkið í gegnum tíðina. Alltaf stökkva stuðningsmenn til og öskra. ,,Vá, þessi gaur elskar félagið jafn mikið og ég! Oh, hann er svo góður." Svo kemur ræðan að gaurinn sé svona góður af því hann sé með svo mikið hjarta.

Plís. Dreptu mig ekki.

Jamie Carragher hefur sagt að hann sé tilbúinn að spila fyrir annað lið og vinur hans Steven Gerrard hefur að mig minnir lagt tvisvar inn transfer request. John Terry er ekki með hjarta, allavega ekki sál og Paul Scholes og Ryan Giggs eru ekkert að missa sig þegar þeir tryggja United einhvern titil. Þessir elska félagið og allt það en ef eitthvað betra býðst eru þeir farnir. Með de samme.

Ætli þetta séu ekki einu mennirnir sem séu andvaka eftir tapleiki. Öðrum í þessari deild er alveg drullusama. Ég fullyrði það. Ætli Chelsea liðið geti ekki sofnað eftir leik? Nei, þessum gaurum er alveg sama hvernig liðum þeirra gengur, svo framarlega sem þeir fái borgað.

Wayne Rooney spilar bara með Manchester United af því þeir borga vel. Hann hefði ábyggilega farið til Manchester City ef United hefði ekki boðið svipuð laun. Hann var einu sinni í bol sem stóð á Once a blue - always a blue. Þremur klukkutímum síðar eða eitthvað álíka var hann farinn til United.

Ég las það í ævisögu Ashley Cole að hann hefði næstum því keyrt útaf þegar hann heyrði að Arsenal væri aðeins að bjóða honum 55 þúsund pund á viku. Hann fór beint til Chelsea með einhverjum 10 þúsund pundum meira. Skítsama um Arsenal.

Emmanuel Adebayor bauð einu sinni upp á kyssa Arsenal merkið. Reyndar hötuðu stuðningsmenn Arsenal hann og því kannski ekki skrýtið að maðurinn skyldi fara til City.

Ég hélt einu sinni með Wimbledon þegar ég var smágutti og hafði lítið vit. Skipti svo yfir í Newcastle af því Ruel Fox kom þangað og hann var minn maður. Óli Kokkur vinur minn varð brjálaður. ,,Það er bannað bara að skipta um lið. Maður stendur með sínu liði í gegnum súrt og sætt," sagði hann. Óli er enn mikill Portland Trailblaizer maður í NBA og á enn RISA plakat af Terry Porter.

Ég hef nú staðið með Newcastle í gegnum helvíti mikið. Kaup á Alan Smith, Joey Barton og Kevin Nolan, salan á þessum og hinum, að ráða þennan stjóra og reka hinn. Fall í fyrstu deild og svo framvegis. Maður stendur með sínu liði. Það veit ég núna.

En það er ekki þannig, ekki fyrir þessa menn allavega. Fyrir Rooney og félaga er þetta bara vinna. 10 - 15 ára vinna og planið er það sama hjá öllum. Að fá sem mestan pening.

Líka hér á Íslandi. (Það bara má ekkert segja um það og nafngreina því þá fara menn í fýlu)

Hér er myndband af því þegar Rooney flaggaði "ást" sinni á United



Hér er Adebayor að kyssa Arsenal merkið

>

Góðar stundir
banner
banner
banner
banner
banner