Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   mið 30. mars 2011 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára: Það er lúxuslíf hérna á Íslandi
,,Þetta var skemmtilegur leikur og bæði lið ætluðu greinilega að selja sig dýrt, sem er bara flott og ég held að þetta hafi verið skemmtilegt fyrir alla," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir framherji Kristianstad eftir 0-1 sigur á Val í æfingaleik í Egilshöll í gærkvöld.

Lið Kristianstad æfir allajafna utandyra í köldum vetri í Svíþjóð en fékk nú að spila innandyra í knattspyrnuhöllinni í Grafarvoginum.

,,Það er ekkert leiðinlegt að geta komið hingað inn í hlýjuna og spilað fótbolta. Það er bara virkilega gaman. Það er ískalt í skandinavíu þessa dagana svo það er lúxuslíf hérna á Íslandi."

,,Maður er bara á hóteli og að fara í Bláa lónið og Gullfoss og Geysi. Þetta er skemmtilegt og gaman að sýna stelpunum þetta. ÞVið erum þvílíkt búnar að tala Ísland hátt upp. Ég held að Ísland hafi staðið undir væntingum hjá stelpunum. Ég held að þetta hafi verið miklu skemmtilegra en að fara til Kýpur eða Krítar eða hvert sem er."

Margrét Lára spilaði með Val út tímabilið 2008 en hélt svo til Svíþjóðar þar sem hún hefur spilað síðan. En hvernig fannst henni Vals liðið?

,,Mér fannst þær bara lúkka vel, Valur er stórveldi og mun alltaf vera það. Það skiptir engu máli hver spilar undir merkjum Vals, það eru alltaf há markmið á Hlíðarenda og þær stóðu sig virkilega vel í dag og voru skipulagðar og seldu sig dýrt. Þetta var mjög jafn og skemmtilegur leikur."

Nánar er rætt við Margréti Láru í sjónvarpinu að ofan.
banner
banner
banner