Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 27. nóvember 2003 00:00
Hafliði Breiðfjörð
Beckham aðlaður.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
David Beckham fyrirliði enska landsliðsins var í dag aðlaður af Drottningunni í Buckingham Palace. Honum var fylgt í athöfnina af Victoria eiginkonu sinni og afa sínum og ömmu. Beckham sagði við þetta tilefni að þetta væri mesti heiður sem honum hefur verið sýndur. Þegar drottningin spurði hann út í öll ferðalögin sem hann þarf að standa í eftir að hann flutti til spánar sagði hann að það væri ,,Ekkert vandamál."

Beckham sagði að þetta hafi verið frábær dagur hjá honum:
,,Það er frábært að fá verðlaun fyrir að spila fótbolta, eitthvað sem ég elska að gera."

Í tilefni dagsins fer Beckham með alla fjölskylduna, þar með talda synina Brooklyn og Romeo, út að borða í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner