Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   mán 02. maí 2011 23:27
Magnús Valur Böðvarsson
Umfjöllun: Keflavíkursigur í bráðfjörugum leik
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Guðmundur Steinarsson á punktinum.
Guðmundur Steinarsson á punktinum.
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Keflavík 4 - 2 Stjarnan
0-1 Daníel Laxdal (29')
1-1 Hilmar Geir Eiðsson (33')
1-2 Halldór Orri Björnsson (61')
2-2 Guðmundur Steinarsson (63' víti)
3-2 Jóhann B. Guðmundsson (80')
4-2 Jóhann B. Guðmundsson (86')

Það var mikill vorbragur til að byrja með og tók leikmenn tíma að átta sig á vellinum og boltanum. Bæði lið áttu sitthvort hálffærið sem ekki nýttust. Fyrsta markið leit dagsins ljós á 29.mínútu en þá höfðu Stjörnumenn átt fína sókn og fengið hornspyrnu.

Ekkert varð úr hornspyrnunni og Keflvíkingar náðu að hreinsa boltanum frá. Á miðjum velli hirti Daníel Laxdal upp boltan og náði að rekja hann að vítateignum þar sem hann skaut að marki en varnarmaður náði að komast í veg fyrir boltann. Daníel fékk boltann aftur inní vítateignum, lék á einn varnarmann og kom boltanum í netið framhjá Ómari í markinu. Sannarlega vel gert hjá Daníel og staðan 1-0 fyrir gestina.

Það er ekki hægt að segja að Adam hafi verið lengi í paradís því heimamenn svöruðu stuttu seinna þegar hinn ungi Arnór Traustason sendi boltann innfyrir á Hilmar Geir Eiðsson sem var kominn einn í gegn og skoraði örugglega framhjá Magnúsi Karli í markinu.

Arnór hefði svo átt að koma Keflvíkingum yfir þegar Magnús Matthíasson komst uppað endamörkum og sendi boltann útí miðjan teiginn þar sem Arnór var einn á auðum sjó en skot hans var slakt og beint á Magnús Karl í markinu. Fyrri hálfleikurinn fjaraði út eftir þetta.

Síðari hálfleikurinn var svo mesta skemmtum og hófst með miklum látum. Stjörnumenn komust yfir með marki Halldórs Orra þegar hann slapp einn í gegn eftir sendingu Garðars en Keflvíkingar voru varla búnir að taka miðju þegar þeir fengu vítaspyrnu sem Guðmundur Steinarsson skoraði úr.

Bæði lið voru líkleg til að skora og gerðu Stjörnumenn tilkall til vítaspyrnu þegar Magnús Þorsteinsson varði á línu frá Víði Þorvarðarsyni. Kristinn Jakobsson var ekki sammála og áfram hélt leikurinn.

willum Þór hafði sett Magnús og Jóhann B. inná og áttu þeir eftir að auka sóknarþunga Keflvíkinga til muna. Jóhann B. skoraði gott mark eftir sendingu frá Guðmundi Steinarssyni og aftur var hann á ferðinni þegar hann potaði inn skoti Magnúsar Þorsteinssonar sem virkaði einnig á leið inn. Þegar allt kemur til alls var það líklega liðsheild Keflvíkinga sem skóp sigurinn en ekki einhver ein ákveðin frammistaða.

Sigurinn hefði þó getað lennt báðum megin en Stjörnumenn spiluðu fínan fótbolta. Gaman var að fylgjast með Víði Þorvarðarsyni sem stóð sig mjög vel á hægri kanntinum og þá kom Garðar Jóhannsson sterkur inn. Stjörnumenn virðast þó þurfa að laga varnarleikinn hjá sér sem virkaði frekar götóttur.

Keflavík Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníusson, Adam Larsson, Goran Jovanovski, Haraldur Freyr Guðmundsson - Einar Orri Einarsson, Andri Steinn Birgisson, Arnór Ingvi Traustason(Magnús Sverrir Þorsteinsson 65'), Hilmar Geir Eiðsson(Jóhann B.Guðmundsson 67') - Guðmundur Steinarsson, Magnús Þórir Matthíasson(Magnús Þór Magnússon 94')

Varamenn Árni Freyr Ásgeirsson, Bojan Ljubicic, Brynjar Örn Guðmundsson, Grétar Hjartarson.

Stjarnan Magnús Karl Pétursson - Jóhann Laxdal, Daníel Laxdal, Hörður Árnason, Hafsteinn Rúnar Helgason - Björn Pálsson(Grétar Atli Grétarsson 84'), Baldvin Sturluson(Þorvaldur Árnason 54'), Nikolaj Hagelskjaer Pedersen, Víðir Þorvarðarson(Aron Grétar Jafetsson 74'), Halldór Orri Björnsson - Garðar Jóhannsson

Varamenn Davíð Guðjónsson, Sindri Már Sigurþórsson, Hilmar Þór Hilmarsson, Birgir Rafn Baldursson, Aron Grétar Jafetsson, Grétar Atli Grétarsson


AðstæðurVöllurinn fjarska fallegur og líklega í betra standi heldur en margir aðrir. Völlurinn virkaði blautur og þungur. Sól og smá vindtuddi.
Áhorfendur 1150
Maður leiksins: Liðsheild Keflavíkur
Dómari: Kristinn Jakobsson þokkalegur



95 mín Magnús Þór Magnússon var að koma inná fyrir nafna sinn Magnús Þóri Matthíasson. Magnús Þórir skartaði skemmtilegri hárgreiðslu í anda japanskra samúræja líklega 12 sekúndum eftir skiptinguna flautar Kristinn Jakobsson til leiksloka. 4-2 sigur Keflvíkinga í stórskemmtilegum leik.

93 mín Garðar Jóhannsson fær að líta gula spjaldið fyrir brot. Hárrétt ákvörðun.

92 mín Stjörnumenn virðast ekkert ætla að gefast upp. Garðar Jóhannsson var í dauðafæri sem Ómar varði en hann missti boltan frá sér og Halldór Orri náði ekki að nýta sér það.

86 mín MAAARK! Keflvíkingar eru að klára leikinn. Magnús Þorsteinsson lék boltanum að vítateigshorninu og skaut föstu skoti sem virkaði vera á leið inn. Jóhann B.Guðmundsson kom á ferðinni inní skotið og potaði boltanum í netið. Þvílíkar skiptingar hjá Willum.

84 mín Björn Pálsson var að koma af velli og Grétar Atli Grétarsson kom inná í hans stað.

82 mín Magnús Þorsteinsson var í dauðafæri einn á móti Magnúsi en skaut beint á markið sem Magnús varði. Keflvíkingar ætla sér greinlega að klára leikinn.

80 mín MAAAARRRRK!!!! Jóhann B. Guðmundsson var að skora fyrir Keflavík. Guðmundur Steinarsson sólaði líklega 4 Stjörnumenn á 2 fermetra radíus og kom boltanum á Jóhann sem var einn á auðum sjó og skoraði örugglega framhjá Magnúsi Karli í markinu. . Þessi leikur er engan veginn búinn.

79 mín Mikil barátta í leiknum og greinilegt að bæði lið ætla sér að vinna leikinn.

74 mín Víðir Þorvarðarson var að fara af velli og Aron Jafetsson var að koma inná.

70 mín Stjörnumenn brjálaðir yfir að fá ekki vítaspyrnu. Víðir Þorvarðarson átti skot sem var bjargað á marklínu eftir hornspyrnu en það virtist allavega hafa farið í höndina á varnarmanni Keflvíkinga, og gestirnir voru svo sannarlega ekki sáttir við Kristinn Jakobsson dómara.

67 mín Hilmar Geir Eiðsson var að fara af velli og Jóhann B. Guðmundsson kom inná í hans stað.

65 mín Magnús Sverrir Þorsteinsson kom inná fyrir Arnór Traustason sem átti flottan leik.

63 mín MAAAARRK!! það er bara orðin regla að það er stutt á milli marka. Keflvíkingar tóku miðju, brunuðu upp kanntinn og sendu boltann fyrir, Nikolaj Pedersen tók boltann með höndinni og umsvifalaust dæmt víti sem Guðmundur Steinarsson skoraði örugglega úr. Daninn fékk að líta gula spjalidð í þokkabót.

61 mín MAAARKK!!! Garðar Jóhannsson fékk boltann á miðjum vellinum, virtist missa boltann frá sér en náði honum og komst framhjá varnarmanni Keflavíkur, hann sendi boltann á Halldór Orra sem var sloppinn einn í gegn og fór framhjá Ómari í markinu og rölti með boltann í autt markið. Keflvíkingar vildu fá dæmda rangstöðu en ég tel að aðstoðardómarinn hafi haft rétt fyrir sér.

54 mín Baldvin Sturluson virðist hafa orðið fyrir einhvejrum meiðslum og fer af velli, gamla brýnið Þorvaldur Árnason kemur inná í hans stað.

50 mín Jahérna hér, Garðar Jóhannsson hefði átt að skora fyrir stjörnuna. Víðir Þorvarðarson sendi flotta sendingu inní teiginn á Garðar sem var einn á auðum sjó en náði einhvern vegin ekki að skalla boltan almennilega og boltinn datt sallarólegur í fangið á Ómari í markinu.

Twitter Albert Sigurðsson Stjörnumenn að leika sér í markteignum í hálfleik, ekki gott uppeldi hjá Sigga dúllu @fotbolti

46 min Síðari hálfleikur er hafinn mér sýnist ekki hafa orðið neinar breytingar á liðunum.

Hálfleikur Fyrri hálfleik er lokið en leikurinn hefur verið nokkuð fjörugur og jafn, sigurinn gæti dottið báðum megin.

42 mín Áhorfendur eru 1150 á vellinum í dag. Styttist óðum í hálfleik.

40 mín DAUÐAFÆRI hér á Nettóvellinum í Keflavík. MAgnús Þórir Matthíasson komst upp endamörkin og sendi boltann fyrir á Arnór Traustason sem kom á ferðinni en skot hans var laust og Magnús Karl Pétursson í marki Stjörnunnar náði að verja. Arnór virðist hafa meitt sig eitthvað .

Twitter Viktor Hrafn HólmgeirssonDaníel Laxdal splúndrar vörn Keflvíkinga og skorar fyrsta mark leiksins. Frábært mark @fotbolti.

36 mín Arnór Traustason er að koma sterkur inní þetta Keflavíkurlið en hann
átti ágætis skot sem datt ofaná slánna og yfir. Virkar virkilega sprækur.

34 mín Guðjón Árni Antoníusson var að fá að líta fyrsta gula spjaldið fyrir brot. .

33 mín MAAAAAARRRKK!!!! Hilmar Geir Eiðsson var að jafna metin Arnór Ingvi Traustason sendi boltan innfyrir á Hilmar Geir sem að kláraði færið afskaplega vel. Þess má til gamans geta að Hilmar Geir kom í vetur frá Haukum sem féllu úr úrvalsdeildinni í fyrra. Allt að gerast.

29 mín MAAAAAAARRRRKKKK!!!! Daníel Laxdal var að skora fyrsta mark leiksins og það virkilega vel gert. Eftir misheppnaða hornspyrnu náðu Keflvíkingar að hreinsa frá en Daníel Laxdal hirti boltann upp um miðjan vallarhelming Keflvíkinga. Hann sólaði einn leikmann og skaut í varnamann, fékk boltann aftur og sólaði annan áður en hann renndi boltanum framhjá Ómari Jóhannssyni, virkilega vel gert hjá Daníel.

Twitter Viktor HólmgerissonStjarnan klárlega betra á fyrstu mínútunum

18 mín Stjörnumenn með fyrsta alvöru skot sitt á markið. Garðar Jóhannsson sendi þá langa sendingu yfir til vinstri þar sem Hafsteinn Helgason lét vaða af löngu færi en boltinn fór beint á Ómar og lítil hætta á ferð.

17 mín Fyrsta hálffæri leiksins var að líta dagsins ljós. Hilmar Heir Eiðsson fékk boltan á vítateigs horninu og sendi á Guðmund Steinarsson sem skaut boltanum yfir markið.

10 mín Stjörnumenn öllu beittari. Völlurinn er þungur og virkar ósléttur. Menn í miklum vandræðum með boltann. Mikill vorbragur í gangi.

Twitter Ingvar Birgisson Ég er svo spenntur fyrir Pepsi deildinni að ég stofnaði twitter account. Stjörnusigur í Reykjanesinu takk @fotbolti

3.mín Mikill vorbragur á fyrstu mínútunum, sendingar ónækvæmar og boltinn búinn að fara oft útaf. Stjarnan fékk hornspyrnu rétt áðan sem ekkert varð úr.

19:13 Liðin hafa labbað inná völlinn og hafa verið kynnt og bíða eftir að Kristinn Jakobsson flatui til leiks

19:05Tíu mínútur í leik og fólk byrjað að flykkjast á völlinn. Við heyrðum það frá stuðningsmanni Stjörnunnar að Ingvar Jónsson markvörður sé meiddur en ekki er vitað hvað er að né hversu lengi hann verður frá.

Twitter: Arnar SmárasonSólin skín skært í Keflavík, mæli með að þeir sem ætla á völlinn mæti með sólgleraugu eða derhúfu @fotbolti

Twitter Icelandicguy Frábærar aðstæður í Keflavík http://twitpic.com/4sgn52

18:45 Athygli vekur að Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar er ekki í leikmannahópnum og Magnús Karl Pétursson stendur í markinu. Spurning hvort Ingvar hafi meiðst. Þá vekur athygli að Jóhann B. Guðmundsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson eru báðir á bekknum hjá heimamönnum.

18:45 Nú er rúmur hálftími í leik og byrjunarliðin voru að koma en þau eru svona.

Keflavík Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníusson, Adam Larsson, Goran Jovanovski, Haraldur Freyr Guðmundsson - Einar Orri Einarsson, Andri Steinn Birgisson, Arnór Ingvi Traustason, Hilmar Geir Eiðsson - Guðmundur Steinarsson, Magnús Þórir Matthíasson

Varamenn Jóhann B. Guðmundsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Árni Freyr Ásgeirsson, Bojan Ljubicic, Brynjar Örn Guðmundsson, Magnús Þór Magnússon, Grétar Hjartarson.

Stjarnan Magnús Karl Pétursson - Jóhann Laxdal, Daníel Laxdal, Hörður Árnason, Hafsteinn Rúnar Helgason - Björn Pálsson, Baldvin Sturluson, Nikolaj Hagelskjaer Pedersen, Víðir Þorvarðarson, Halldór Orri Björnsson - Garðar Jóhannsson

Varamenn Davíð Guðjónsson, Sindri Már Sigurþórsson, Hilmar Þór Hilmarsson, Birgir Rafn Baldursson, Þorvaldur Árnason, Aron Grétar Jafetsson, Grétar Atli Grétarsson

18:19 Á seinasta ári sigruðu Stjörnumenn fyrri leik liðanna á Stjörnuvelli 4-0 þar sem Halldór Orri Björnsson skoraði tvö mörk og Steinþór Þorsteinsson og Denis Dannry sitt hvort markið.

Síðari leikur liðanna fór svo fram á sparisjóðsvellinum, nú Nettóvellinum og endaði með 2-2 jafntefli. Hörður Sveinsson nú leikmaður Vals skoraði bæði mörk Keflvíkinga en Halldór Orri Björnsson og Arnar Már Björgvinsson núverandi leikmaður Breiðabliks skoruðu mörk Stjörnunnar.

18:10 Nú er rúm klukkustund í leik og leikmenn liðanna eru að skoða aðstæður. Völlurinn er fjarska fallegur, og virkar góður miðað við árstíma, líklega töluvert betri en aðrir vellir á þessum tíma. Völlurinn er þó líklega mjög þungur og laus í sér. Það er smá gola en ekkert sem ætti að hafa áhrif á knattspyrnuiðkun.


banner
banner
banner