Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. maí 2011 21:24
Hörður Snævar Jónsson
Hólmar Örn farinn frá West Ham
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður West Ham hefur yfirgefið herbúðir félagsins en þetta staðfesti hann á Twitter síðu sinni í kvöld.

Hólmar gekk í raðir West Ham frá HK árið 2008 en hefur ekki spilað leik með aðalliði félagsins.

Hann fór á tíma sínum hjá West Ham á lán til Roeselare í Belgíu og Cheltenham í neðri deildum á Englandi.

Hann er lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands þar sem faðir hans, Eyjólfur Sverrisson stýrir liðinu.

,,Ég er farinn, ég veit ekki hvert ég fer," sagði Hólmar á Twitter síðu sinni.

,,Takk fyrir öll góðu skilaboðin, ég kann virkilega að meta þau."

Óljóst er hvert Hólmar fer en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er OB í Danmörku eitt þeirra liða sem hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir.
banner
banner