Árborg 1-0 Völsungur:
1-0 Andy Pew ('40)
1-0 Andy Pew ('40)
Knattspyrnufélag Árborgar landaði sínum fyrsta sigri í 2.deild frá upphafi er þeir lögðu Völsung frá Húsavík 1-0 á Selfossi í dag.
Fyrir leikinn voru norðanmenn á toppi deildarinnar á meðan Árborg sat á botninum og því sterkur sigur hjá heimamönnum, enda Völsungur nýbúinn að standa sig frábærlega í bikarkeppninni gegn íslandsmeisturum Breiðablik.
Gestirnir byrjuðu leikinn þó öllu betur og voru mun meira með boltann án þess að ná að skapa sér nein teljandi færi. Raunar voru það heimamenn sem áttu hættulegustu sóknir leiksins fyrstu 25 mínúturnar eða allt þar til Hrannar Björn Steingrímsson leikmaður Völsungs fékk boltann í vítateig Árborgarmanna og náði ágætu skoti sem silgdi yfir markið.
Korteri seinna fengu heimamenn aukaspyrnu á vallarhelmingi Völsungs sem Guðmundur Garðar Sigfússon sendi inní teiginn sem gestunum gekk illa að hreinsa og boltinn barst til miðvarðarins Andy Pew sem potaði honum í markið og kom Árborg yfir 1-0.
Svipað var upp á teningnum í seinni hálfleik þar sem gestirnir voru meira með boltann og freistu þess að jafna en gekk illa að brjóta vörn heimamanna á bak aftur.
Sóknarmaðurinn Guðmundur Ármann Böðvarsson fór útaf meiddur á 51.mínútu hjá Árborg og liðinu leið ágætlega að sitja aftar og beita skyndisóknum.
Rétt eins og í fyrri hálfleik fékk Hrannar Björn besta færi gestana í seinni hálfleik og raunar besta færi leiksins er hann fékk boltann af kantinum og skaut hárfínt framhjá af 2 metra færi.
Heimamenn voru svo nær því að bæta við í restina en Jón Auðun og Hartmann komust báðir í gegnum vörn Völsungs án þess að ná að sigra Steinþór Má í marki þeirra grænklæddu.