Gerard Houllier framkvæmdarstjóri Liverpool hefur fengið þau skilaboð að lið hans skuli ná Meistaradeildarsæti, annars verði staða hans í hættu. David Moores stjórnarformaður Liverpool hefur tilkynnt hluthöfum þetta. Liðið þarf að enda í fjórða sæti deildarinnar til að komast í Meistaradeild Evrópu en sem stendur í fimmta.
Hann tekur fram að þetta væri það eina ásættanlega en að sjálfsögðu fari Liverpool í allar keppnir til að vinna þær og þannig hefur það alltaf verið. "Á seinasta tímabili enduðum við í fimmta sæti deildarinnar og unnum Deildabikarinnar en náðum ekki því markmiði að komast í Evrópukeppni Meistaraliða. Tímabilið olli vonbrigðum, sérstaklega þegar gamlar áætlanir eru skoðaðar." sagði Moores.
Athugasemdir