Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 11. júlí 2011 16:30
Hörður Snævar Jónsson
Lennon í Fram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Fram hefur gengið frá samningi samningi við Steven Lennon út þessa leiktíð.

Lennon spilaði síðast með Lincoln City en hann getur leikið sem miðjumaður og framherji.

Fram er á botni Pepsi deildarinnar með tvö stig en liðið fær Grindavík í heimsókn í kvöld. Lennon fær leikheimild 15. júlí.

Yfirlýsing Fram:
Knattspyrnufélagið FRAM og Steven Lennon hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn leiki með félaginu út leiktíðina og með möguleika á framlenginu ef vel gengur.

Steven kom ásamt öðrum skota að nafni Scott Robertson og æfðu þeir félagar með meistarflokki karla í knattspyrnu um vikulangtskeið, Steven getur bæði leikið sem sókndjarfur miðjumaður og sem framherji, Hann er eins og Alan Lowing uppalinn hjá Rangers og spilaði 3 meistaraflokksleiki með þeim en spilaði á síðasta tímabili sem lánsmaður hjá Lincoln City.

Knattspyrnufélagið FRAM býður Steven velkominn í félagið.
banner
banner
banner