Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mið 20. júlí 2011 08:28
Magnús Már Einarsson
Ólafur Kristjánsson: Alls ekki að kasta handklæðinu í hringinn
Breiðablik fær Rosenborg í heimsókn klukkan 18:45 í kvöld í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni. Blikar töpuðu fyrri leiknum í Noregi 5-0 en Ólafur Kristjánsson þjálfari liðsins vonast eftir betri spilamennsku í kvöld.

,,Við ætlum að fara inn í leikinn og reyna að verja markið okkar betur en í Noregi augljóslega. Við ætlum að vera djarfari í því að nýta okkur þá sóknarmöguleika sem bjóðast," sagði Ólafur við Fótbolta.net í gær.

,,Þegar maður er búinn að horfa á leikinn aftur þá sér maður að við höfðum ákveðna möguleika. Það var 2-0 fram á 75. mínútu og alls ekkert útilokað að ná útivallarmarki. Það þarf kannski aðeins að sleppa handbremsunni og vera djarfari í því sem við erum að gera."

Eftir 3-2 tap gegn Stjörnunni sagðist Ólafur í viðtali við RÚV þurfa að skoða sína stöðu sem og þeir sem að liðinu standa.

,,Ég hef íhugað hvort ég geti ekki gert einhverja hluti betur. Það er alls ekki þannig að ég sé að fara að kasta handklæðinu í hringinn. Við þurfum að skerpa okkur á öllum sviðum, bæði inni á vellinum og utan vallar."

,,Við þurfum að vera betri í því sem við erum að gera allir, hvort sem það er sá sem blandar þann drykk sem menn drekka í leikjunum til þjálfarans og út í liðið,"
sagði Ólafur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner