Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 20. júlí 2011 08:28
Magnús Már Einarsson
Ólafur Kristjánsson: Alls ekki að kasta handklæðinu í hringinn
Breiðablik fær Rosenborg í heimsókn klukkan 18:45 í kvöld í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni. Blikar töpuðu fyrri leiknum í Noregi 5-0 en Ólafur Kristjánsson þjálfari liðsins vonast eftir betri spilamennsku í kvöld.

,,Við ætlum að fara inn í leikinn og reyna að verja markið okkar betur en í Noregi augljóslega. Við ætlum að vera djarfari í því að nýta okkur þá sóknarmöguleika sem bjóðast," sagði Ólafur við Fótbolta.net í gær.

,,Þegar maður er búinn að horfa á leikinn aftur þá sér maður að við höfðum ákveðna möguleika. Það var 2-0 fram á 75. mínútu og alls ekkert útilokað að ná útivallarmarki. Það þarf kannski aðeins að sleppa handbremsunni og vera djarfari í því sem við erum að gera."

Eftir 3-2 tap gegn Stjörnunni sagðist Ólafur í viðtali við RÚV þurfa að skoða sína stöðu sem og þeir sem að liðinu standa.

,,Ég hef íhugað hvort ég geti ekki gert einhverja hluti betur. Það er alls ekki þannig að ég sé að fara að kasta handklæðinu í hringinn. Við þurfum að skerpa okkur á öllum sviðum, bæði inni á vellinum og utan vallar."

,,Við þurfum að vera betri í því sem við erum að gera allir, hvort sem það er sá sem blandar þann drykk sem menn drekka í leikjunum til þjálfarans og út í liðið,"
sagði Ólafur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner
banner