Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   mið 20. júlí 2011 21:50
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Ofsa margir tilbúnir að rífa niður og vera neikvæðir
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var að vonum stoltur eftir 2-0 sigur sinna manna gegn norska stórliðinu Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikar töpuðu fyrri leiknum í Þrándheimi 5-0 en sýndu mikinn vilja og karakter í kvöld.

„Ég er alltaf stoltur af liðinu og það er ánægjulegt að við héldum hreinu og skoruðum tvö mörk. Við vorum ekki sáttir með úrslitin í Noregi og töldum okkur geta gert betur þar. En það sem skiptir mig mestu máli er að ég sá lið úti á vellinum, ég sá Blika sem vildu vinna saman og gefa sig í verkefnið,“ sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir þennan frækna sigur.

Það hefðu kannski ekki margir spáð því að Blikar myndu vinna svona flottan sigur eftir að hafa tapað 5-0 úti í Noregi, og segir Ólafur að það séu allt of margir neikvæðir í garð liðsins.

„Það eru alveg ofsalega margir sem eru tilbúnir að rífa niður og vera neikvæðir, en það fólk hjálpar okkur ekki neitt. Strákarnir eru búnir að vinna vel og við erum búnir að taka okkur í gegn fyrir þennan leik sem og marga aðra. Þetta er bara þrautsegja og það þarf að halda áfram og hlusta ekki á bölsýnisrausið,“ bætti Ólafur við.

Aðspurður hvort að góð frammistaða í þessum leik geri stórtapið úti enn meira svekkjandi, segist Ólafur ekki vilja hugsa svoleiðis.

„Leikurinn úti er liðinn. Við gerðum mistök þar og verðum bara að læra af því. Það sem skiptir máli núna er leikurinn í kvöld og að við skyldum hafa unnið hann. Svo þegar ég er búinn að sjúga karamelluna aðeins í kvöld skiptir mig svo máli leikurinn á sunnudaginn,“ sagði Ólafur.

„Það er helvítis kjaftæði að íslensk lið séu bara í Evrópukeppninni til að fá hlé á deildinni, og auðvitað vildum við hafa gert betur. En ég tel að það sé hægt að gera ýmislegt í þessari keppni. Kannski segja margir að úrslitin hafi verið þessi í kvöld af því að Rosenborg hafi verið með örugga forystu eftir fyrri leikinn. Það skiptir mig engu máli, það sem ég sá var heilsteypt Breiðablikslið sem vildi sækja úrslit í kvöld.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.