Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
   mið 20. júlí 2011 22:05
Alexander Freyr Tamimi
Kristinn Steindórsson: Ætluðum ekki að tapa 10-0 samanlagt
Kristinn Steindórsson framherji Breiðabliks skoraði annað marka liðsins í 2-0 sigrinum gegn Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Kristinn var ánægður með spilamennsku liðsins.

„Það var fyrst og fremst jákvætt að halda hreinu í fyrsta skiptið í sumar og að gera það gegn Rosenborg, sem er þetta sterkt lið,“ sagði Kristinn við Fótbolta.net.

„Við sýndum það að við getum spilað flottan bolta og við þorðum því. Við vörðumst vel og vorum bara sterkari aðilinn í kvöld og áttum þennan sigur fyllilega skilinn. Eftir að hafa fengið skell í síðustu umferð ætluðum við ekki að fara að tapa 5-0 hérna og 10-0 samanlagt, við vorum staðráðnir í því að vinna og taka fyrsta sigur Breiðabliks í Evrópukeppni.“

Breiðablik tapaði fyrri leiknum úti 5-0 og var í raun ljóst að rimmunni var nánast lokið. Kristinn viðurkennir að reynsluleysið hafi tekið sinn toll í Þrándheimi.

„Þar vorum við ekki alveg búnir að átta okkur nógu vel á hlutunum, við gerðum svolítil byrjendamistök og þeir refsa fyrir það. En við vitum það klárlega núna að við getum þetta og við verðum bara að taka það jákvæða við þetta og halda áfram,“ sagði Kristinn við Fótbolta.net, en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.