Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mið 20. júlí 2011 22:05
Alexander Freyr Tamimi
Kristinn Steindórsson: Ætluðum ekki að tapa 10-0 samanlagt
Kristinn Steindórsson framherji Breiðabliks skoraði annað marka liðsins í 2-0 sigrinum gegn Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Kristinn var ánægður með spilamennsku liðsins.

„Það var fyrst og fremst jákvætt að halda hreinu í fyrsta skiptið í sumar og að gera það gegn Rosenborg, sem er þetta sterkt lið,“ sagði Kristinn við Fótbolta.net.

„Við sýndum það að við getum spilað flottan bolta og við þorðum því. Við vörðumst vel og vorum bara sterkari aðilinn í kvöld og áttum þennan sigur fyllilega skilinn. Eftir að hafa fengið skell í síðustu umferð ætluðum við ekki að fara að tapa 5-0 hérna og 10-0 samanlagt, við vorum staðráðnir í því að vinna og taka fyrsta sigur Breiðabliks í Evrópukeppni.“

Breiðablik tapaði fyrri leiknum úti 5-0 og var í raun ljóst að rimmunni var nánast lokið. Kristinn viðurkennir að reynsluleysið hafi tekið sinn toll í Þrándheimi.

„Þar vorum við ekki alveg búnir að átta okkur nógu vel á hlutunum, við gerðum svolítil byrjendamistök og þeir refsa fyrir það. En við vitum það klárlega núna að við getum þetta og við verðum bara að taka það jákvæða við þetta og halda áfram,“ sagði Kristinn við Fótbolta.net, en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
banner
banner