Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   mið 20. júlí 2011 22:05
Alexander Freyr Tamimi
Kristinn Steindórsson: Ætluðum ekki að tapa 10-0 samanlagt
Kristinn Steindórsson framherji Breiðabliks skoraði annað marka liðsins í 2-0 sigrinum gegn Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Kristinn var ánægður með spilamennsku liðsins.

„Það var fyrst og fremst jákvætt að halda hreinu í fyrsta skiptið í sumar og að gera það gegn Rosenborg, sem er þetta sterkt lið,“ sagði Kristinn við Fótbolta.net.

„Við sýndum það að við getum spilað flottan bolta og við þorðum því. Við vörðumst vel og vorum bara sterkari aðilinn í kvöld og áttum þennan sigur fyllilega skilinn. Eftir að hafa fengið skell í síðustu umferð ætluðum við ekki að fara að tapa 5-0 hérna og 10-0 samanlagt, við vorum staðráðnir í því að vinna og taka fyrsta sigur Breiðabliks í Evrópukeppni.“

Breiðablik tapaði fyrri leiknum úti 5-0 og var í raun ljóst að rimmunni var nánast lokið. Kristinn viðurkennir að reynsluleysið hafi tekið sinn toll í Þrándheimi.

„Þar vorum við ekki alveg búnir að átta okkur nógu vel á hlutunum, við gerðum svolítil byrjendamistök og þeir refsa fyrir það. En við vitum það klárlega núna að við getum þetta og við verðum bara að taka það jákvæða við þetta og halda áfram,“ sagði Kristinn við Fótbolta.net, en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
banner
banner