,,Ég er náttúrulega ekki sáttur við eitt stig en þegar öllu er á botninn hvolft þá hugsa ég að það sé sanngjarnt," sagði Haukur Ingi Guðnason framherji Grindavíkur eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld.
,,En ég held að það hafi verið ljóst á leiknum að bæði lið vildu meira og voru komin til að selja sig dýrt og sækja þrjú stigin. Enda fannst mér leikurinn opinn í seinni hálfleiknum. Þrjú stigin hefðu verið óskandi því þá hefðum við náð þeim að stigum."
Haukur Ingi kom inn í Grindavíkur liðið í seinni hálfleikinn með baráttu og vilja sem virtist vanta í fyrri hálfleikinn.
,,Ég held að það hafi ekki bara verið það. Það var talað við menn í hálfleik um hvað mætti betur fara og svo fór liðið að þétta sig og spila meira sem heild og vera aðeins grimmara á boltann og í návígum, ég held að það hafi skilað sér í seinni hálfleik."
Nánar er rætt við Hauk Inga í sjónvarpinu að ofan.