,,Við þurftum einn sigur til að koma okkur í gírinn, við vitum að við getum þetta," sagði Ágústa Jóna Heiðdal leikmaður Grindavíkur eftir 3-2 sigur á Þrótti í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 3 - 2 Þróttur R.
,,Þrír sigrar í röð, getum við beðið um eitthvað meira?"
,,Þetta er geggjað, mér finnst frábært hvað yngri stelpurnar eru að koma upp, virkilega þegar við þörfnumst þeirra. Liðið er að smella saman og flottur andi í hópnum."
,,Við vitum að við þurfum að leggja okkur mun meira fram þegar við missum sterka leikmenn úr hópnum en það kemur maður í manns stað og það er að sýna sig núna í þessum leikjum."
Rætt er við Ágústu Jónu í sjónvarpinu að ofan.