Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
   fim 01. september 2011 21:23
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Hrannar: Leiknir vill ekki gefa mér boltann
Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði öll þrjú mörk Leiknis sem vann í kvöld lífsnauðsynlegan sigur á Fjölni í 1. deildinni 3-0. Leiknisliðið heldur því enn í vonina um að bjarga sér frá falli

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fjölnir

„Þetta mátti ekki koma mikið seinna, við höfum verið of lengi af stað aftur. Þetta var síðasti séns til að halda okkur lifandi í þessari baráttu. Allir voru að leggja sig 110% fram," sagði Ólafur Hrannar en þetta var fyrsta þrenna hans fyrir Leikni.

Hann fékk þó ekki að eiga boltann eftir leik. „Leiknir á þennan bolta og þeir vilja ekki gefa mér hann. Ég ræði þetta kannski betur við þá," sagði Ólafur léttur.

„Menn ætla ekki að gefast upp fyrr en feita konan syngur. Við erum með of gott lið til að falla."

Ólafur hrósaði Pape Mamadou Faye en Pape lagði upp fyrstu tvö mörkin. Í síðustu viku leit út fyrir að Pape hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Leikni. „Hann er búinn að standa sig virkilega vel í þessari vinnuviku og ætlar að sýna það að hann á heima í þessum klúbbi," sagði Ólafur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

banner
banner