Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   lau 03. september 2011 19:47
Mist Rúnarsdóttir
Helena í mörgæsarbúning: Við erum alsælar
„6-2 sigur og við erum alsælar,“ sagði Helena Ólafsdóttir íklædd hressandi búningi eftir að lið hennar, FH, hafði tryggt sér sigur í 1. deild kvenna.

Lestu um leikinn: FH 6 -  2 Selfoss

„Við þurftum að taka áskorun og áskorunin var að mæta í þessu í viðtal. Má ég taka þetta af núna? – Og núna er þetta búið,“ sagði Helena aðspurð um dressið en eins og sést tók Helena sig vel út í mörgæsarbúning og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, aðstoðarþjálfari hennar, brá sér í hlutverk kisu.

„Ég var rosalega ánægð með þennan endir. Okkur langaði að klára þetta með því að taka titilinn. Okkur fannst hálfur sigur unninn að fara upp. Auðvitað var það aðalmarkmiðið en við vildum klára þetta með sóma og mér fannst liðið gera það í dag. Þetta var frábært.“

Það var góð mæting í Kaplakrika í dag en á milli 500-600 manns létu sjá sig á vellinum.

„Við vorum náttúrulega ofboðslega glöð að fá heimaleik og það gat nú ekki verið betra veður á þessum tíma. Það var fullt af fólki og vonandi heldur það áfram á næsta ári, að við fáum stuðning. Okkar markmið er náttúrulega að gera góða hluti þar.“

Við spurðum Helenu að lokum út í framhaldið hjá FH en hún segir að fundað verði á næstu dögum og málin rædd.

„Nú hefst leiðinlegasti tími ársins. Nú þarf að vinna í því en ég trúi nú ekki öðru en að allar stelpurnar vilji vera áfram. Markmiðið tókst og svo þurfum við eins og önnur lið að skoða málin. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fara í erfiðari baráttu. Við þurfum breiðari hóp. Það eru fleiri leikir og annað þannig að núna er fundur bara á morgun,“ svaraði Helena og sagði aðspurð að FH-liðið myndi fagna titlinum í kvöld.

„Maður verður alltaf að fá að fagna aðeins, en bara í hófi.“
banner
banner
banner