Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fim 15. september 2011 19:59
Alexander Freyr Tamimi
Orri Freyr: Óli Baldur skuldaði okkur svona mark
Orri Freyr Hjaltalín.
Orri Freyr Hjaltalín.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Orri Freyr Hjaltalín var nokkuð sáttur með stigið sem hann og liðsfélagarnir í Grindavík náðu gegn KR þegar liðin mættust í Pepsi deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Vesturbænum og hafa Grindvíkingar farið taplausir í gegnum sjö síðustu leiki.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Grindavík

„Ég held að við getum ekki verið annað en sáttir eins og þetta spilaðist, allavega í seinni hálfleik. Við náðum aldrei spilinu okkar almennilega í gang og við vorum ekki að skapa okkur mikið af góðum færum,“ sagði Orri Freyr við Fótbolta.net, sem viðurkennir að jöfnunarmark Óla Baldurs Bjarnasonar úr hjólhestaspyrnu hafi verið einkar glæsilegt.

„Hann skuldaði okkur þetta eiginlega. Hann er búinn að fá nokkur færi í sumar og fara nokkuð illa með þau, en þetta var náttúrulega alveg stórglæsilegt mark hjá drengnum.“

Orri Freyr er bjartsýnn á að Grindavík geti haldið sæti sínu í deildinni, en segir þó að menn þurfi að fara að breyta öllum jafnteflunum í sigra.

„Ég veit nú ekki alveg hvernig hinir leikirnir fóru í kvöld en öll stig telja og þetta var bara eitt stig í safnið fyrir okkur. Það er komið ágætis holning á liðið, við höfum nú ekki verið að fá á okkur mikið af færum nema í kvöld, en það er allt of mikið af jafnteflum í þessum leikjum. Við þurfum að fara að vera aðeins grimmari og fara að stela sigrunum.“
banner
banner