Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 15. september 2011 19:59
Alexander Freyr Tamimi
Orri Freyr: Óli Baldur skuldaði okkur svona mark
Orri Freyr Hjaltalín.
Orri Freyr Hjaltalín.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Orri Freyr Hjaltalín var nokkuð sáttur með stigið sem hann og liðsfélagarnir í Grindavík náðu gegn KR þegar liðin mættust í Pepsi deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Vesturbænum og hafa Grindvíkingar farið taplausir í gegnum sjö síðustu leiki.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Grindavík

„Ég held að við getum ekki verið annað en sáttir eins og þetta spilaðist, allavega í seinni hálfleik. Við náðum aldrei spilinu okkar almennilega í gang og við vorum ekki að skapa okkur mikið af góðum færum,“ sagði Orri Freyr við Fótbolta.net, sem viðurkennir að jöfnunarmark Óla Baldurs Bjarnasonar úr hjólhestaspyrnu hafi verið einkar glæsilegt.

„Hann skuldaði okkur þetta eiginlega. Hann er búinn að fá nokkur færi í sumar og fara nokkuð illa með þau, en þetta var náttúrulega alveg stórglæsilegt mark hjá drengnum.“

Orri Freyr er bjartsýnn á að Grindavík geti haldið sæti sínu í deildinni, en segir þó að menn þurfi að fara að breyta öllum jafnteflunum í sigra.

„Ég veit nú ekki alveg hvernig hinir leikirnir fóru í kvöld en öll stig telja og þetta var bara eitt stig í safnið fyrir okkur. Það er komið ágætis holning á liðið, við höfum nú ekki verið að fá á okkur mikið af færum nema í kvöld, en það er allt of mikið af jafnteflum í þessum leikjum. Við þurfum að fara að vera aðeins grimmari og fara að stela sigrunum.“
banner
banner
banner