Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fim 15. september 2011 19:59
Alexander Freyr Tamimi
Orri Freyr: Óli Baldur skuldaði okkur svona mark
Orri Freyr Hjaltalín.
Orri Freyr Hjaltalín.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Orri Freyr Hjaltalín var nokkuð sáttur með stigið sem hann og liðsfélagarnir í Grindavík náðu gegn KR þegar liðin mættust í Pepsi deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Vesturbænum og hafa Grindvíkingar farið taplausir í gegnum sjö síðustu leiki.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Grindavík

„Ég held að við getum ekki verið annað en sáttir eins og þetta spilaðist, allavega í seinni hálfleik. Við náðum aldrei spilinu okkar almennilega í gang og við vorum ekki að skapa okkur mikið af góðum færum,“ sagði Orri Freyr við Fótbolta.net, sem viðurkennir að jöfnunarmark Óla Baldurs Bjarnasonar úr hjólhestaspyrnu hafi verið einkar glæsilegt.

„Hann skuldaði okkur þetta eiginlega. Hann er búinn að fá nokkur færi í sumar og fara nokkuð illa með þau, en þetta var náttúrulega alveg stórglæsilegt mark hjá drengnum.“

Orri Freyr er bjartsýnn á að Grindavík geti haldið sæti sínu í deildinni, en segir þó að menn þurfi að fara að breyta öllum jafnteflunum í sigra.

„Ég veit nú ekki alveg hvernig hinir leikirnir fóru í kvöld en öll stig telja og þetta var bara eitt stig í safnið fyrir okkur. Það er komið ágætis holning á liðið, við höfum nú ekki verið að fá á okkur mikið af færum nema í kvöld, en það er allt of mikið af jafnteflum í þessum leikjum. Við þurfum að fara að vera aðeins grimmari og fara að stela sigrunum.“
banner