Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
banner
   fim 15. september 2011 19:59
Alexander Freyr Tamimi
Orri Freyr: Óli Baldur skuldaði okkur svona mark
Orri Freyr Hjaltalín.
Orri Freyr Hjaltalín.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Orri Freyr Hjaltalín var nokkuð sáttur með stigið sem hann og liðsfélagarnir í Grindavík náðu gegn KR þegar liðin mættust í Pepsi deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Vesturbænum og hafa Grindvíkingar farið taplausir í gegnum sjö síðustu leiki.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Grindavík

„Ég held að við getum ekki verið annað en sáttir eins og þetta spilaðist, allavega í seinni hálfleik. Við náðum aldrei spilinu okkar almennilega í gang og við vorum ekki að skapa okkur mikið af góðum færum,“ sagði Orri Freyr við Fótbolta.net, sem viðurkennir að jöfnunarmark Óla Baldurs Bjarnasonar úr hjólhestaspyrnu hafi verið einkar glæsilegt.

„Hann skuldaði okkur þetta eiginlega. Hann er búinn að fá nokkur færi í sumar og fara nokkuð illa með þau, en þetta var náttúrulega alveg stórglæsilegt mark hjá drengnum.“

Orri Freyr er bjartsýnn á að Grindavík geti haldið sæti sínu í deildinni, en segir þó að menn þurfi að fara að breyta öllum jafnteflunum í sigra.

„Ég veit nú ekki alveg hvernig hinir leikirnir fóru í kvöld en öll stig telja og þetta var bara eitt stig í safnið fyrir okkur. Það er komið ágætis holning á liðið, við höfum nú ekki verið að fá á okkur mikið af færum nema í kvöld, en það er allt of mikið af jafnteflum í þessum leikjum. Við þurfum að fara að vera aðeins grimmari og fara að stela sigrunum.“
banner
banner