Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 23. september 2011 10:00
Mist Rúnarsdóttir
Lið ársins í A-riðli 1.deildar kvenna 2011
Fótbolti.net stendur í ár fyrir vali á liði ársins í 1. deild kvenna. Þetta er í fyrsta skipti sem að úrvalslið 1. deildar er valið en þar sem leikið var í tveimur riðlum voru valin úrvalslið hvors riðils fyrir sig.

Í dag er komið að því að opinbera úrvalslið A-riðilsins en það voru þjálfarar liðanna í 1.deildinni sem sáu um valið. Á morgun birtum við svo úrvalslið B-riðils.

Hér að neðan má sjá úrvalslið A-riðils:



Markvörður:
Kaitlyn A. Revel (Höttur)

Varnarmenn:
Berglind Arnardóttir (FH)
Sólveig Þórarinsdóttir (HK/Víkingur)
Indira Ilic (Keflavík)

Miðjumenn:
Guðný Petrína Þórðardóttir (Keflavík)
Bryndís Jóhannesdóttir (FH)
Marina Nesic (Keflavík)
Sigrún Ella Einarsdóttir (FH)

Sóknarmenn:
Nína Ósk Kristinsdóttir (Keflavík)
Glódís Perla Viggósdóttir (HK/Víkingur)
Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)


Aðrar sem fengu atkvæði:
Varnarmenn: Karley Nelson (Keflavík), Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir (FH), Sara Atladóttir (FH og Fjarðarbyggð/Leiknir), Fanney Kristinsdóttir (Keflavík), Ellen Bjarnadóttir (HK/Víkingur), Guðný Guðleif Einarsdóttir (FH).
Miðjumenn: Dagmar Þráinsdóttir (Keflavík), Aníta Lísa Svansdóttir (FH), Angelina M. Martinez (Höttur), Heiðdís Sigurjónsdóttir (Höttur).
Sóknarmenn: Lelja Cardaklija (Sindri), Karen Björg Halldórsdóttir (Sindri)



Þjálfari ársins: Helena Ólafsdóttir (FH)
Helena stýrði FH upp í efstu deild á sínu fyrsta ári með liðið. FH vann riðlakeppnina með fullt hús stiga og vann svo Hauka samtals 14-1 í úrslitakeppninni áður en liðið sigraði Selfoss 6-2 í úrslitaleik 1. deildar. Frábær árangur hjá Helenu sem sýndi enn og aftur hversu fær þjálfari hún er og náði því besta út úr öllum sínum leikmönnum.

Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Sigríður Þorláksdóttir Baxter (Höttur)

Leikmaður ársins: Bryndís Jóhannesdóttir (FH)
Bryndís var frábær í öflugu liði FH í sumar. Hún skoraði 16 mörk í 11 deildarleikjum og lagði auk þess upp ógrynni marka fyrir liðsfélaga sína en FH-liðið náði þeim magnaða áfanga að skora 81 mark í 12 leikjum. Bryndís var FH-liðinu mjög mikilvæg og miðlaði reynslu sinni til yngri og óreyndari leikmanna.

Aðrar sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)

Markahæst í A-riðli: Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) – 27 mörk í 12 leikjum (auk 5 marka í úrslitakeppninni)


Ýmsir molar:

  • Aðeins einn markvörður fékk atkvæði í A-riðlinum en það er Kaitlyn A. Revel úr Hetti.


  • FH og Keflavík eiga flesta leikmenn í liðinu eða fjóra.


  • Alls fengu átta FH-ingar tilnefningar í liðið.


  • Þær Sigrún Ella Einarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Bryndís Jóhannesdóttir og Marina Nesic fengu allar tilnefningar í fleiri en eina stöðu.

banner
banner