Tvisvar í viku sýnir nýr leikmaður á sér hina hliðina hér á Fótbolti.net. Að þessu sinni er það Gunnleifur Gunnleifsson sem er markmaður og fyrirliði HK. Gunnleifur er 28 ára og kom í raun fyrst fram á sjónarsviðið þegar að hann sló Kristján Finnbogason út úr liðinu hjá KR og hélt hreinu í sjö leikjum í röð sumarið 1998. Árið 2000 fór hann til Keflavíkur og lék með þeim það sumar og einnig árið eftir. 2002 var hann lykilmaður hjá HK sem sigraði 2.deildina og síðastliðið sumar lék hann alla leiki liðsins sem að hafnaði í áttunda sæti fyrstu deildar. Smellið hér til að sjá hina hliðina á Gunnleifi.
Athugasemdir