Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 12. október 2011 14:04
Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Þórsson tekur við Leikni (Staðfest)
Willum er tekinn við Leikni.
Willum er tekinn við Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Willum Þór Þórsson hefur verið ráðinn þjálfari Leiknis og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið rétt í þessu.

Willum tekur við starfinu af Zoran Miljcovic sem tók við á miðju sumri og stýrði út tímabilið. Zoran hafði tekið við af Garðari Gunnari Ásgeirssyni sem stýrði liðinu í fjarveru Sigursteins Gíslasonar sem varð að taka sér frí vegna veikinda. Hann er því fjórði þjálfari liðsins á árinu.

Willum kemur til Leiknis frá Keflavík þar sem hann hefur verið undanfarin tvö ár en félagið ákvað að endurnýja ekki við hann samninginn.

Willum Þór Þórsson er gríðarlega farsæll þjálfari og hefur unnið allt sem hægt er að vinna hér á landi. Hann hefur unnið allar deildarkeppnir, frá efstu niður í neðstu, bikarinn, mót á undirbúningstímabilum og að sjálfsögðu Íslandsmeistaratitilinn.

Hann bætti enn á titlasafn sitt í febrúar þegar hann stýrði Keflavík til sigurs á fyrsta Fótbolta.net mótinu.

Leiknir var í fallsæti 1. deildar allt síðasta tímabil en náði að bjarga sér með sigri á toppliði ÍA í lokaumferðinni og endaði því í þriðja neðsta sæti.
banner
banner