Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. október 2011 10:34
Elvar Geir Magnússon
Martin Kelly: Carragher gæti orðið næsti stjóri Liverpool
Verður Carragher stjóri Liverpool?
Verður Carragher stjóri Liverpool?
Mynd: Getty Images
Martin Kelly telur að félagi sinn í vörn Liverpool, Jamie Carragher, hafi það sem þarf til að verða næsti knattspyrnustjóri Liverpool.

Carragher er mikils metinn meðal stuðningsmanna liðsins en hann er 33 ára og mun líklega leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

„Það er enn nægur tími til stefnu en Jamie hefur allt sem til þarf til að verða knattspyrnustjóri okkar. Hann nær því besta út úr leiknumm og sættir sig ekki við annað sætið," segir Kelly.

„Ég hlakka til að sjá slíkan leikmann snúa sér að knattspyrnustjórn."

Carragher hefur leikið 470 úrvalsdeildarleiki fyrir uppeldisfélagið sitt síðan hann lék sinn fyrsta leik 1996.

„Ég er að mennta mig í þjálfarafræðum. Við elskum allir leikinn og viljum vera áfram hluti af honum," sagði Carragher í viðtali á dögunum.
banner
banner