Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   mið 26. október 2011 09:00
Magnús Már Einarsson
Andri Steinn: Þreytt að geta ekki farið í sumarbústað
Mynd: Fótbolti.net - Oscar Clausen
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Willum (Þór Þórsson) heillaði mig fyrst og fremst. Ég er búinn að spila fyrir hann í tvö ár og mér finnst vera besti þjálfari landsins. Það sýnir gríðarlega mikinn metnað hjá Leikni að fá þjálfara eins og Willum," sagði Andri Steinn Birgisson við Fótbolta.net í gær en hann hefur ákveðið að leika með Leikni R. næsta sumar.

Andri yfirgaf herbúðir Keflvíkinga á dögunum og átti í kjölfarið í viðræðum við nokkur félög. Þar á meðal var uppeldisfélag hans Fjölnir.

,,Ég fór langt í viðræðum við Fjölni en við náðum ekki saman og því fór sem fór. Ég veit að Fjölnismenn eru mjög fúlir út í mig, ég á marga vini þar en þeir verða að horfa á mig í Barcelona búningnum þetta árið."

Andri hefur leikið með Keflavík undanfarin tvö ár en þessi 27 ára gamli miðjumaður hafði ekki áhuga á að leika áfram í Pepsi-deildinni.

,,Keflavík var ekki inni í myndinni, hvorki af þeirra hálfu né minni. Ég talaði við lið í Pepsi-deildinni en ég er kominn með nóg af leikdögunum í þessari deild eins og margir aðrir og það kom eiginlega ekki til greina að vera í Pepsi-deildinni."

,,Það er orðið mjög þreytt að geta ekki farið í sumarbústað og slakað á í korter án þess að vakna 9:15 til að fara á æfingu á laugardags eða sunnudagsmorgni. Ég geri mer grein fyrir því að það verður þannig líka í 1. deildinni en ekki jafnslæmt,"
sagði Andri Steinn sem stefnir á að fara upp með Leikni á næsta ári.

,,Að sjálfsögðu geri ég það. Ég er ekki að fara í slökun eða pásu. Ég mun æfa jafnmikið eða meira en undanfarin ár og vona að meiðsli munu ekki stoppa mig í því," sagði Andri.

Hér að ofan má sjá viðtalið i heild sinni.
banner