Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mið 26. október 2011 09:00
Magnús Már Einarsson
Andri Steinn: Þreytt að geta ekki farið í sumarbústað
Mynd: Fótbolti.net - Oscar Clausen
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Willum (Þór Þórsson) heillaði mig fyrst og fremst. Ég er búinn að spila fyrir hann í tvö ár og mér finnst vera besti þjálfari landsins. Það sýnir gríðarlega mikinn metnað hjá Leikni að fá þjálfara eins og Willum," sagði Andri Steinn Birgisson við Fótbolta.net í gær en hann hefur ákveðið að leika með Leikni R. næsta sumar.

Andri yfirgaf herbúðir Keflvíkinga á dögunum og átti í kjölfarið í viðræðum við nokkur félög. Þar á meðal var uppeldisfélag hans Fjölnir.

,,Ég fór langt í viðræðum við Fjölni en við náðum ekki saman og því fór sem fór. Ég veit að Fjölnismenn eru mjög fúlir út í mig, ég á marga vini þar en þeir verða að horfa á mig í Barcelona búningnum þetta árið."

Andri hefur leikið með Keflavík undanfarin tvö ár en þessi 27 ára gamli miðjumaður hafði ekki áhuga á að leika áfram í Pepsi-deildinni.

,,Keflavík var ekki inni í myndinni, hvorki af þeirra hálfu né minni. Ég talaði við lið í Pepsi-deildinni en ég er kominn með nóg af leikdögunum í þessari deild eins og margir aðrir og það kom eiginlega ekki til greina að vera í Pepsi-deildinni."

,,Það er orðið mjög þreytt að geta ekki farið í sumarbústað og slakað á í korter án þess að vakna 9:15 til að fara á æfingu á laugardags eða sunnudagsmorgni. Ég geri mer grein fyrir því að það verður þannig líka í 1. deildinni en ekki jafnslæmt,"
sagði Andri Steinn sem stefnir á að fara upp með Leikni á næsta ári.

,,Að sjálfsögðu geri ég það. Ég er ekki að fara í slökun eða pásu. Ég mun æfa jafnmikið eða meira en undanfarin ár og vona að meiðsli munu ekki stoppa mig í því," sagði Andri.

Hér að ofan má sjá viðtalið i heild sinni.
banner