Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 26. október 2011 09:00
Magnús Már Einarsson
Andri Steinn: Þreytt að geta ekki farið í sumarbústað
Mynd: Fótbolti.net - Oscar Clausen
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Willum (Þór Þórsson) heillaði mig fyrst og fremst. Ég er búinn að spila fyrir hann í tvö ár og mér finnst vera besti þjálfari landsins. Það sýnir gríðarlega mikinn metnað hjá Leikni að fá þjálfara eins og Willum," sagði Andri Steinn Birgisson við Fótbolta.net í gær en hann hefur ákveðið að leika með Leikni R. næsta sumar.

Andri yfirgaf herbúðir Keflvíkinga á dögunum og átti í kjölfarið í viðræðum við nokkur félög. Þar á meðal var uppeldisfélag hans Fjölnir.

,,Ég fór langt í viðræðum við Fjölni en við náðum ekki saman og því fór sem fór. Ég veit að Fjölnismenn eru mjög fúlir út í mig, ég á marga vini þar en þeir verða að horfa á mig í Barcelona búningnum þetta árið."

Andri hefur leikið með Keflavík undanfarin tvö ár en þessi 27 ára gamli miðjumaður hafði ekki áhuga á að leika áfram í Pepsi-deildinni.

,,Keflavík var ekki inni í myndinni, hvorki af þeirra hálfu né minni. Ég talaði við lið í Pepsi-deildinni en ég er kominn með nóg af leikdögunum í þessari deild eins og margir aðrir og það kom eiginlega ekki til greina að vera í Pepsi-deildinni."

,,Það er orðið mjög þreytt að geta ekki farið í sumarbústað og slakað á í korter án þess að vakna 9:15 til að fara á æfingu á laugardags eða sunnudagsmorgni. Ég geri mer grein fyrir því að það verður þannig líka í 1. deildinni en ekki jafnslæmt,"
sagði Andri Steinn sem stefnir á að fara upp með Leikni á næsta ári.

,,Að sjálfsögðu geri ég það. Ég er ekki að fara í slökun eða pásu. Ég mun æfa jafnmikið eða meira en undanfarin ár og vona að meiðsli munu ekki stoppa mig í því," sagði Andri.

Hér að ofan má sjá viðtalið i heild sinni.
banner
banner
banner