Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   mið 26. október 2011 09:00
Magnús Már Einarsson
Andri Steinn: Þreytt að geta ekki farið í sumarbústað
Mynd: Fótbolti.net - Oscar Clausen
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Willum (Þór Þórsson) heillaði mig fyrst og fremst. Ég er búinn að spila fyrir hann í tvö ár og mér finnst vera besti þjálfari landsins. Það sýnir gríðarlega mikinn metnað hjá Leikni að fá þjálfara eins og Willum," sagði Andri Steinn Birgisson við Fótbolta.net í gær en hann hefur ákveðið að leika með Leikni R. næsta sumar.

Andri yfirgaf herbúðir Keflvíkinga á dögunum og átti í kjölfarið í viðræðum við nokkur félög. Þar á meðal var uppeldisfélag hans Fjölnir.

,,Ég fór langt í viðræðum við Fjölni en við náðum ekki saman og því fór sem fór. Ég veit að Fjölnismenn eru mjög fúlir út í mig, ég á marga vini þar en þeir verða að horfa á mig í Barcelona búningnum þetta árið."

Andri hefur leikið með Keflavík undanfarin tvö ár en þessi 27 ára gamli miðjumaður hafði ekki áhuga á að leika áfram í Pepsi-deildinni.

,,Keflavík var ekki inni í myndinni, hvorki af þeirra hálfu né minni. Ég talaði við lið í Pepsi-deildinni en ég er kominn með nóg af leikdögunum í þessari deild eins og margir aðrir og það kom eiginlega ekki til greina að vera í Pepsi-deildinni."

,,Það er orðið mjög þreytt að geta ekki farið í sumarbústað og slakað á í korter án þess að vakna 9:15 til að fara á æfingu á laugardags eða sunnudagsmorgni. Ég geri mer grein fyrir því að það verður þannig líka í 1. deildinni en ekki jafnslæmt,"
sagði Andri Steinn sem stefnir á að fara upp með Leikni á næsta ári.

,,Að sjálfsögðu geri ég það. Ég er ekki að fara í slökun eða pásu. Ég mun æfa jafnmikið eða meira en undanfarin ár og vona að meiðsli munu ekki stoppa mig í því," sagði Andri.

Hér að ofan má sjá viðtalið i heild sinni.
banner