Heimild: Sky
Gus Poyet, stjóri Brighton, hefur komið landa sínum Luis Suarez til varnar en þeir koma báðir frá Úrúgvæ. Suarez hefur verið ákærður fyrir að vera með kynþáttafordóma gagnvart Patrice Evra varnarmanni Manchester United.
Suarez hefur haldið fram sakleysi sínu í málinu og Poyet segir að Evra sé að gráta eins og barn með því að kvarta.
,,Ég spilaði í sjö ár á Spáni og var kallaður allt því ég var frá Suður-Ameríku. Ég fór aldrei að gráta eins og barn líkt og Evra og segja að einhver sagði eitthvað við mig," sagði Poyet.
,,Ég trúi Suarez. Þetta er einfalt. Ég er hissa og leiður yfir því að hann hafi verið kærður. Ég tel að það sé verra að kæra einhvern því að þá ertu að treysta einum manni þegar þú hefur engar sannanir."
,,Ég er svekktur því að þetta verður of auðvelt. Ég get kvartað yfir öðrum stjóra og ef ég fer alla leið með það þá endar það á því að hann verður kærður. Af hverju tökum við frekar mark á orðum hjá einum manni frekar en öðrum?"