Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV og U21 árs landsliðsins, var til reynslu hjá Portsmouth í vikunni.
Þórarinn Ingi hefur verið í lykilhlutverki hjá Eyjamönnum undanfarin ár en þessi 21 árs gamli leikmaður skoraði fimm mörk í 21 leik í Pepsi-deildinni í sumar.
Þórarinn Ingi hefur verið í lykilhlutverki hjá Eyjamönnum undanfarin ár en þessi 21 árs gamli leikmaður skoraði fimm mörk í 21 leik í Pepsi-deildinni í sumar.
Um síðustu helgi fór Þórarinn Ingi til Crewe á reynslu ásamt Guðmundi Þórarinssyni og Brynjari Gauta Guðjónssyni leikmönnum ÍBV.
Í byrjun vikunnar færði Þórarinn sig síðan yfir til Portsmouth þar sem hann æfði með Hermanni Hreiðarssyni og félögum.
Leikmennirnir þrír munu allir koma heim frá Englandi í kvöld og líklegt er að þeir spili með ÍBV gegn Hetti í æfingaleik á morgun.