Michael Owen hefur nú sjálfur sagt að hann vilji vera áfram hjá Liverpool. Miklar vangaveltur hafa verið undanfarið um framtíð hans hjá liðinu og sagði framkvæmdarstjóri fyrtækisins SFX meðal annars að Owen færi frá Liverpool ef liðið kæmist ekki í Meistaradeildina. Í kjölfarið sagði Owen upp samningi við fyrirtækið sem hann yfirgefur næsta sumar. SFX er sama fyrirtæki og var í forsvari fyrir David Beckham.
Owen spilaði loks aftur eftir löng og erfið meiðsli í gær þegar Liverpool vann Aston Villa 1-0 á Anfield en hér er svo það sem hann sagði í viðtali eftir leikinn:
"Þetta verður aðal samningur ferils míns og hann verður að vera góður. Ég þarf að sjá fyrir fjölskyldu núna. Mér líkar vel við strákana hérna sem og þjálfaraliðið svo ekkert er því til fyrirstöðu að ég verði hérna áfram"
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu góð tíðindi þetta eru fyrir Liverpool og alla sem að liðinu koma en Owen er aðal markahrókur liðsins og bindir þetta líklega enda á allar sögusagnir um að hann sé á leiðinni til Chelsea, Real Madrid eða eitthvert annað. Liverpool þarf semsagt greinilega að bjóða honum himinhá laun en hann á það líklega skilið og mjög ólíklegt að stjórnarformenn liðsins neiti að púnga út fyrir því.
Í öðrum fréttum hefur Djibril Cissé enn og einu sinni sagt að hann muni spila fyrir Liverpool á næsta tímabili. Cissé sagði þetta í viðtali í dag: "Ég mun spila fyrir Liverpool á næsta tímabili - að minnsta kosti get ég sagt það. Það veitir mér mikla hamingju. Við höfum náð samkomulagi við alla sem koma að því að ég spili á Anfield. Liverpool var alltaf klúbburinn fyrir mig"
Ég held að flestir séu sammála um það að enginn þrái það heitar að ganga til liðs við Liverpool heldur en Cissé. Hann hefur oft lýst yfir áhuga á að ganga til liðs við félagið og enginn er í vafa um það að hann er frábær leikmaður sem mun eflaust vera hættulegur með Owen á næsta tímabili.
Athugasemdir