Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 18. janúar 2012 14:20
Elvar Geir Magnússon
Liverpool fær Joao Carlos frá Sporting Lissabon (Staðfest)
Liverpool hefur náð samkomulagi við Sporting Lissabon um kaup á ungum og efnilegum leikmannin liðsins. Kaupverðið er talið í kringum ein milljón pund.

Unglingaakademía Sporting hefur skilað frá sér leikmönnum á borð við Cristiano Ronaldo, Nani og Luis Figo.

Leikmaðurinn sem Liverpool hefur klófest heitir Joao Carlos og er nítján ára. Hann vakti áhuga Kenny Dalglish á unglingamóti fyrr á leiktíðinni.

Carlos hefur verið líkt við Deco og hefur æft með aðalliði Sporting á tímabilinu en þó ekki spilað fyrir liðið.
banner
banner
banner