Nú eru að hefjast að nýju fótboltaæfingar fyrir börn sem geta ekki nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf sinna félaga.
Fótbolti fyrir alla heitir verkefnið en nýtt námskeið hefst sunnudaginn 29. janúar og stendur yfir í sjö vikur, til 11. mars.
Komið er saman alla sunnudaga milli 11:30 og 12:30 í íþróttamiðstöðunni Ásgarði í Garðabæ.
Íslandsmeistararnir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir þjálfa.
Námskeiðið kostar aðeins 3000 krónur og öll börn eru boðin velkomin og vonast til að sjá sem flesta.
Ef eldri krakkar með sérþarfir vilja koma geta þeir einnig mætt sem þjálfarar ef það höfðar meira til þeirra. Þá er mæting korter fyrir æfingu til að fá leiðbeniningar.
Skráning er á netföngunum [email protected] og [email protected].