Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 11. febrúar 2012 14:52
Hafliði Breiðfjörð
Búið að samþykkja fjölgun deilda á Íslandsmótinu
KB og Leiknir stóðu saman að tillögunni sem nú hefur verið samþykkt.
KB og Leiknir stóðu saman að tillögunni sem nú hefur verið samþykkt.
Mynd: Þorsteinn Þormóðsson
Ársþing KSÍ stendur nú yfir á Hilton hóteli Nordica og þar var rétt í þessu verið að samþykkja fjölgun deilda á Íslandsmótinu úr fjórum í fimm.

Þannig bætist við ný þriðja deild sem mun hafa tíu lið og fjórða deild verður því neðsta deild með sama fyrirkomulagi og núverandi þriðja deild.

Breytingin tekur gildi frá sumrinu 2013 og það skýrist því í haust hvaða lið það verða sem taka þátt í nýju 3. deildinni.

Frá árinu 2012 verða því efsta deild sem telur 12 lið, 1. deild sem telur 12 lið, 2. deild sem telur 12 lið, 3. deild sem telur 10 lið og 4. deild með þeim liðum sem ekki eru í efstu fjórum deildunum.
Athugasemdir
banner
banner