Breiðablik 1 - 0 Haukar
1-0 Arnar Már Björgvinsson ('53)
Rautt spjald: Guðmundur Pétursson, Breiðablik ('79)
Fyrsta leik dagsins í Lengjubikar karla er lokið en þar vann Breiðablik sigur á Haukum í Fífunni í leik sem hófst 11:00 í morgun. Arnar Már Björgvinsson skoraði eina mark leiksins í byrjun síðari hálfleiks.
1-0 Arnar Már Björgvinsson ('53)
Rautt spjald: Guðmundur Pétursson, Breiðablik ('79)
Fyrsta leik dagsins í Lengjubikar karla er lokið en þar vann Breiðablik sigur á Haukum í Fífunni í leik sem hófst 11:00 í morgun. Arnar Már Björgvinsson skoraði eina mark leiksins í byrjun síðari hálfleiks.
Við höfum fjallað nokkrum sinnum um lið Breiðabliks í vetur en þar er lið sem að mestu leiti byggist á ungum leikmönnum sem þó nokkrir voru í Íslandsmeistaraliði félagsins fyrir tveimur árum.
Lið Hauka hefur minna verið í umræðunni en Ólafur Jóhannesson er þar að byggja upp gríðarlega reynslumikið lið í 1. deildinni. Hann var sjálfur fjarverandi í dag og í fjarveru hans stýrði Sigurbjörn Hreiðarsson liðinu þrátt fyrir að spila allan leikinn á miðjunni.
Liðið er komið með Val Fannar Gíslason í miðvörðinn, Sigurbjörn á miðjuna, Magnús Pál Gunnarsson í sóknina og þá er Guðmundur Sævarsson kominn í Hauka og spilaði fremstur á miðjunni í dag eftir að hafa verið hægri bakvörður hjá FH til fjölda ára. Auk þeirra eru reynsluboltar eins og Daði Lárusson markvörður, Guðmundur Viðar Mete, fyrirliðinn Hilmar Trausti Arnarsson og Kristján Ómar Björnsson. Guðmundur Viðar var reyndar ónotaður varamaður í dag.
Blikar byrjuðu af meiri krafti í dag og voru nokkrum sinnum nærri því að komast yfir án þess að ná að klára. Haukar komust svo meira inn í leikinn og á 27. mínútu fengu þeir vítaspyrnu. Hilmar Trausti fór á punktinn en Sigmar Ingi Sigurðsson markvörður Breiðabliks varði glæsilega frá honum.
Í byrjun síðari hálfleiks komust Blikar svo yfir. Arnar Már Björgvinsson sem hafði komið inná sem varamaður á hægri kantinn í hálfleik fékk þá sendingu innfyrir vörn Hauka og afgreiddi boltann vel í netið.
Þegar 11. mínútur voru svo eftir af venjulegum leiktíma fékk Guðmundur Pétursson að líta rauða spjaldið. Kristján Ómar hafði þá hangið í Guðmundi sem þá sló til hans og fékk að líta rauða spjaldið.
Meira var ekki skorað í leiknum og lokastaðan 1-0 fyrir Breiðablik.
Athugasemdir