Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fös 24. febrúar 2012 11:02
Elvar Geir Magnússon
Gísli Freyr Brynjarsson í Leikni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Anton Ari Einarsson
Sóknarmaðurinn Gísli Freyr Brynjarsson hefur fengið félagaskipti úr 3. deildarliðinu Kára yfir í 1. deildarlið Leiknis í Breiðholti.

Gísli skoraði 12 mörk í 9 leikjum með Kára í 3. deildinni síðasta sumar.

Hann verður 24 ára á árinu og hefur leikið 21 leik með ÍA í efstu og 1. deild og skorað 4 mörk.

Einnig hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík, Sindra, Skallagrími og Aftureldingu.

Leiknir leikur gegn Grindavík í Lengjubikarnum í kvöld og er Gísli löglegur fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner