Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. febrúar 2012 15:25
Magnús Már Einarsson
Hannes Þ. Sigurðsson til Kasakstan (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þ. Sigurðsson skrifaði í dag undir eins árs samning við FC Atyrau frá Kasakstan.

Hannes hefur verið án félags síðan hann yfirgaf rússneska félagið Spartak Nalchik í kringum áramót en nú er ljóst að hann mun leika í Kasakstan næsta árið.

,,Fór í læknisskoðun í gær og skrifaði undir eins árs samning við FC Atyrau í dag! Hlakka til að takast á við ný ævintýri hér í Kasakstan :)" skrifaði Hannes á Facebook síðu sína í dag.

Hannes, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við uppeldisfélag sitt FH síðastliðið vor.

Hann gerði síðan stuttan samning við Spartak Nalchik í ágúst í fyrra og lék sex leiki í rússnesku úrvalsdeildinni áður en hann yfirgaf félagið.

Hannes fór fyrst út í atvinnumennsku árið 2002 en síðan þá hefur hann leikið með Viking, Stoke, Bröndby, GIF Sundsvall og síðast Spartak Nalchik.

FC Atyrau endaði í 5. sæti í úrvalsdeildinni í Kasakstan árið 2010 og í 10. sæti árið 2011 af 12 liðum. Mikill uppgangur er í knattspyrnunni í Kazakhstan og skemmst að minnast þess þegar FC Akotbe sigraði FH 6-0 samanlagt í undankeppni Meistaradeildarinnar árið 2009. Akotbe endaði í þriðja sæti í Kazakhstan í fyrra,

Þjálfari Atyrau er fyrrum landsliðsmaður Júgóslavíu, Zoran Filipovic, sem skoraði 302 mörk í 520 leikjum fyrir Rauðu Stjörnuna. Síðar spilaði hann með Club Brugge, Benfica og Boavista.
Athugasemdir
banner
banner