Aserbaidsjan 1 - 0 Ísland
1-0 Ali Gokdemir (41´)
Íslenska U21-landsliðið er komið í neðsta sæti í riðli sínum í undankeppni EM. Liðið fer tómhent heim frá Aserbaidsjan eftir 1-0 tap í dag.
1-0 Ali Gokdemir (41´)
Íslenska U21-landsliðið er komið í neðsta sæti í riðli sínum í undankeppni EM. Liðið fer tómhent heim frá Aserbaidsjan eftir 1-0 tap í dag.
Íslenska liðið byrjaði leikinn í dag ágætlega og fékk Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson fínt færi en markvörður heimamanna sá við honum.
Fjórum mínútum fyrir hálfleik fengu Aserar aukaspyrnu sem þeir nýttu sér. Boltanum var rennt á Ali Gokdemir sem skoraði með hörkuskoti framhjá Ásgeiri Magnússyni sem stóð í marki Íslands í dag.
Seinni hálfleikurinn var að mestu rólegur en íslenska liðið sótti vel síðasta hluta leiksins en náði ekki að jafna.
Ísland: Ásgeir Þór Magnússon (m), Jóhann Laxdal (73 Þorsteinn Már Ragnarsson), Hörður Björgvin Magnússon, Hólmar Örn Eyjólfsson, Finnur Orri Margeirsson, Egill Jónsson (61 Guðmundur Þórarinsson), Björn Daníel Sverrisson, Dofri Snorrason, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Jón Daði Böðvarsson, Aron Jóhannsson.
Staðan í riðlinum:
1. England (5 leikir) - 12 stig
2. Belgía (5 leikir) - 8 stig
3. Noregur (4 leikir) - 7 stig
4. Aserbaidsjan (5 leikir) - 4 stig
5. Ísland (5 leikir) - 3 stig
Athugasemdir