Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 06. mars 2012 21:16
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Kristinn tryggði Fram sigur á Breiðablik
Breiðablik 1 - 3 Fram:
0-1 Hrannar Einarsson ('25, sjálfsmark)
0-2 Kristinn Ingi Halldórsson ('40)
1-2 Guðmundur Pétursson ('79)
1-3 Kristinn Ingi Halldórsson ('92)

Framarar unnu góðan 1-3 sigur á Breiðablik í Lengjubikar karla í kvöld en leikið var í Kórnum.

Fyrsta mark leiksins kom um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Hrannar Einarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Hólmbert Aron Friðjónsson keyrði þá á nær stöngina út við endamörk og sendi þvert á markið þar sem Hrannar var við marklínu með mann í bakinu. Hann ætlaði að hreinsa frá en þrumaði í markið.

Steven Lennon leikmaður Fram hefur farið mikinn á undirbúningstímabilinu og ljóst að Blikar voru í miklum vandræðum með hann í kvöld og einbeitingaleysi varð til þess að hann stal oft af þeim boltanum. Nokkurs pirrings gætti í Blikaliðinu sem kvörtuðu sáran yfir hörkunni í Frömurum og voru ekki sáttir með hvernig Gunnar Sverrir Gunnarsson dómari tók á málum.

Framarar komust í 0-2 undir lok fyrri hálfleiks. Lennon sótti þá á vörnina, sendi boltann milli varnarmanna til hægri á Kristinn Inga Halldórsson sem afgreiddi færið vel. Skömmu síðar átti Hólmbert gott skot í stöngina en ekki var meira skorað í fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var mjög daufur framan af en Blikar minnkuðu muninn á 79. mínútu eftir hræðileg mistök Kristjáns Haukssonar varnarmanns Fram. Hann sendi boltann beint fyrir fætur Guðmundar Péturssonar sem sendi á samherja, fékk boltann aftur og setti í markið.

Eftir þetta sóttu Blikar meira og reyndu að finna jöfnunarmarkið sem tókst ekki og það voru Framarar sem áttu síðasta orðið. Lennon kom þá upp hægra megin, dró að sér tvo varnarmenn og sendi til vinstri á Kristinn Inga sem var á auðum sjó og skoraði síðasta markið.
Athugasemdir
banner
banner
banner