banner
   fim 08. mars 2012 09:00
Þorsteinn Gunnarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Stóra Grindavíkurhjartað!
Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
,,Það er von mín að bæjaryfirvöld hlúi áfram vel að knattspyrnunni í Grindavík, sérstaklega við Hópið, fjölnota íþróttahús bæjarins.''
,,Það er von mín að bæjaryfirvöld hlúi áfram vel að knattspyrnunni í Grindavík, sérstaklega við Hópið, fjölnota íþróttahús bæjarins.''
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
,,Deildin á enn útistandandi kröfu upp á 9 milljónir króna við búlgarska liðið Burgas vegna félagaskipta Jósefs Kristins Jósefssonar og er málið í innheimtuferli hjá FIFA.''
,,Deildin á enn útistandandi kröfu upp á 9 milljónir króna við búlgarska liðið Burgas vegna félagaskipta Jósefs Kristins Jósefssonar og er málið í innheimtuferli hjá FIFA.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á framhaldsaðalfundi knattspyrnudeildar UMFG á dögunum fyrir árið 2011 kom fram að deildin skilaði 9 milljóna hagnaði og er hún nánast skuldlaus.

Deildin á enn útistandandi kröfu upp á 9 milljónir króna við búlgarska liðið Burgas vegna félagaskipta Jósefs Kristins Jósefssonar og er málið í innheimtuferli hjá FIFA.

Niðurstaðan í rekstri deildarinnar er mikið ánægjuefni en þetta tókst með samstilltu átaki stjórnar, velunnara og bakhjarla sem ávallt hafa stutt vel við bakið á fótboltanum í Grindavík í blíðu og stríðu í gegnum tíðina. Þetta er ótrúlegt fólk og gæfa Grindvíkinga að forystumenn sjávarútvegsins í bænum skuli vera knattspyrnuáhugamenn og með stórt Grindavíkurhjarta.

Ég tel að náið og gott samstarf hafi ríkt á milli okkar innan fyrrverandi stjórnar knattspyrnudeildar UMFG þessi þrjú ár sem ég gengdi formennsku og að við höfum unnið að framgangi fótboltans í Grindavík af heilindum og metnaði. Grindavík er enn í Pepsideildinni á meðal þeirra bestu. Fyrrverandi stjórnarmönnum mínum þakka ég gott samstarf og óska nýrri stjórn velfarnaðar.

Ég geng sáttur frá borði sem formaður (og markmannsþjálfari!) og hef snúið mér að öðrum verkefnum innan fótboltans, sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks HK. Þar eru spennandi tímar framundan.

Framundan er uppbygging íþróttamannvirkja í Grindavíkurbæ fyrir 700 milljónir króna. Það er von mín að bæjaryfirvöld hlúi áfram vel að knattspyrnunni í Grindavík, sérstaklega við Hópið, fjölnota íþróttahús bæjarins.

Í haust var haldið íbúaþing um fótboltann í Grindavík á vegum knattspyrnudeildar þar sem yfirskriftin var: Hvar viljum við sjá fótboltann í Grindavík standa árið 2020? Þingið var ótrúlega vel sótt og margt gagnlegt og fróðlegt sem þar kom fram. Mín ætlun var að byggja framtíðarsýn fótboltans á niðurstöðum þessa þings. Ég vona að ný stjórn taki upp þráðinn og nýti sér þessi gögn til að byggja upp fótboltann í Grindavík á næstu árum.

Grindavík óska ég að sjálfsögðu góðs gengis í sumar í boltanum.
Virðingarfyllst,
Þorsteinn Gunnarsson
fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner