Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 10. mars 2012 18:51
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Sky Sports 
Dalglish: Smá heppni skildi liðin að
Kenny Dalglish
Kenny Dalglish
Mynd: Getty Images
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, þótti tapleikurinn gegn Sunderland í dag ekki vera mikið fyrir augað. Hann telur liðin hafa verið á sama stalli og að Sunderland hafi verið heppið þegar Daninn Nicklas Bendtner skoraði sigurmarkið.

Bendtner skoraði sigurmarkið á 56. mínútu og þótti mikill heppnisstimpill yfir því. Fraizer Campbell átti þá skot á mark sem fór í stöngina og kastaðist í Pepe Reina í marki Liverpool. Boltinn barst af honum beint fyrir fætur Bendtner sem gat ekki annað en skorað.

,,Þetta var ekki skemmtilegur leikur. En það er ekki pirrandi fyrir stuðningsmenn Sunderland því þeir unnu, en þetta var ekki skemmtilegur leikur," sagði Dalglish við fjölmiðla eftir leikinn.

,,Ég tel okkur hafa verið betri en þeir og stundum gefur það manni eitthvað, en stundum ekki. Í dag voru þeir dálítið heppnir þegar þeir skoruðu og það var munurinn á milli liðanna í dag."

Leikmenn Liverpool virkuðu daufir í leiknum og sköpuðu sér mjög lítið fram á við.

,,Þeir sóttu smá í lokin. Í raun litu þeir aldrei út fyrir að vera líklegir til að jafna, kannski helst þá í blálokin þegar boltinn flaug inn í teig en Dirk (Kuyt) náði ekki snertingu."

,,En þeir brugðust vel við og þeir reyndu allann leikinn. Allt það sem Sunderland hafði tel ég okkur hafa verið jafngóðir í. Þeir voru smá heppnir og það tryggði þeim stigin þrjú."
Athugasemdir
banner
banner
banner