sun 11. mars 2012 11:00
Daníel Freyr Jónsson
Rafa Benítez vill taka við Chelsea
Rafael Benítez.
Rafael Benítez.
Mynd: Getty Images
Rafael Beníez, fyrrverandi stjóri Liverpool, gefur sterklega í skyn að hann myndi taka við Chelsea ef honum býðst það. Hann vann á sínum tíma Meistaradeildina með Liverpool og segir að hann geti gert það sama með Chelsea. Benítez er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Inter í desember 2010.

,,Eins og ég hef áður sagt marg oft, þá vil ég finna mér félag sem hefur sama metnað og ég til að vinna titla," sagði Benítez í sjónvarpsþættinum Football Focus í gær.

,,Ég hef ekki ennþá fengið alvöru tilboð á borðið frá Chelsea, en það liggur ekkert á. Ég er bara að bíða síðan ég fór frá Inter, ég er bara að bíða eftir rétta verkefninu."

Benítez stýrði Liverpool til sigurs í Meistaradeildinni árið 2005. Spánverjinn bendir á að aðaltakmark Chelsea sé að verða Evrópumeistarar og að árangur hans með Liverpool sanni að hann ráði við verkefnið. 

,,Ég vann Meistaradeildina með ensku liði. Hvað er það sem Chelsea vill? Þjálfara sem getur unnið Meistaradeildina. En það liggur ekkert á, ég get beðið til sumarsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner