Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 14. mars 2012 15:00
Elvar Geir Magnússon
Haukur Baldvins: Ég var skíthræddur
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Haukur Baldvinsson, leikmaður Breiðabliks, var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið meiddur af velli í sigurleik liðsins gegn Selfossi í Lengjubikarnum.

Haukur var allur hinn léttasti þegar fréttaritari heyrði í honum í dag enda allt útlit fyrir að meiðslin séu ekki alvarleg.

„Ég var alveg skíthræddur, um leið og ég var tekinn úr skónum var sagt að hringja í sjúkrabíl og ég óttaðist að þetta tímabil væri líka farið," sagði Haukur.

Hann spilaði aðeins fjóra leiki með Blikum í Pepsi-deildinni í fyrra vegna meiðsla og var það mikill léttir fyrir hann þegar skoðun leiddi í ljós að hann væri ekki brotinn.

„Þetta lítur ekki illa út. Ég var ekki brotinn. Ég var aðeins of bólginn til að hægt væri að sjá hvort það væru einhverjar skemmdir á liðböndum en það lítur ekki út fyrir það."
Athugasemdir
banner