Líkt og undanfarin ár mun Fótbolti.net kíkja á stemninguna hjá liðunum í neðri deildunum reglulega fram á haust í liðnum ,,hvað er að frétta?"
Við byrjum á að kíkja á stemninguna hjá Þrótti Vogum í þriðju deildinni. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri meistaraflokks svaraði nokkrum spurningum og afraksturinn má sjá hér að neðan.
Við byrjum á að kíkja á stemninguna hjá Þrótti Vogum í þriðju deildinni. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri meistaraflokks svaraði nokkrum spurningum og afraksturinn má sjá hér að neðan.
Hvernig er stemningin hjá Þrótti Vogum fyrir komandi tímabil? Hún gæti ekki verið betri, það er mikil vakning fyrir þessu verkefni okkar í bæjarfélaginu. Fólk hefur hingað til mætt á völlinn og markmiðið er að fjölga áhorfendum ennþá meira en hefur verið. Félagið verður 80 ára á árinu og af því tilefni verður nýr völlur tekinn í notkun. Eigum samt eftir að sakna gamla vallarins mikið " kartöflugarðurinn". Annars er bara svo yndislegt hvað þessir drengir okkar eru tilbúnir til að leggja á sig fyrir félagið, erum allir sammála að það sé árangur sem skapar stemmningu. Það er það sem þeir ætla gera. Svo má við þetta bæta að bærinn styður vel bið bakið á okkur í þessu og einnig aðalstjórn Þróttar. Það ætla allir að hjálpast að við að gera þetta sumar eftirminnilegt.
Eru miklar breytingar á hópnum síðan í fyrra? Við höfum haft alltaf ákveðinn kjarna síðan 2008 og byggt í kringum hann. Það hafa nokkrir hætt hjá okkur eftir síðasta tímabil, en á móti kemur þá höfum við fengið nokkra reynslubolta inn í þetta með okkur. Við erum með rúmlega 20-25 stráka á æfingum, við getum ekki kvartað því það eru komin meiri gæði í þetta hjá okkur. Svo erum við komnir með nýjan þjálfara sem við bindum miklar vonir við og má segja að hann sé heilinn í þessu uppbyggingarstarfi hjá okkur, ekki nóg með að æfingarnar séu komnar á hærra stig þá er umgjörðin í kringum liðið komið á hærra stig. Jón Kristjánsson þjálfar okkur en hann hefur verið hjá Hamar síðustu þrjú árin.
Má búast við að þið styrkið leikmannahópinn mikið fyrir mót? Við erum mjög sáttir eins og er, en auðvitað erum við samt með augun opinn. Það þyrfti þá að vera einhver sem myndi styrkja liðið því við erum vel mannaðir í öllum stöðum eins og er.
Hvernig er undirbúningstímabilinu háttað hjá ykkur? Við vorum 2x í viku í nóvember, svo var útihlaup í desember. Síðan er þetta búið að vera markvissara frá 2 janúar. Við erum allavega í mun betra formi núna en á sama tíma í fyrra.
Í fyrra lék liðið heimaleiki sína í Grindavík. Er nýr völlur klár í Vogum fyrir sumarið? Völlurinn verður klár fyrir fyrsta heimaleik, fyrsti leikurinn verður verður háður 25 maí gegn Víðismönnum. Teljum okkur afar lánsama að fá Víðismenn, berum mikla virðingu fyrir þeim. Stórt félag sem á glæsilega sögu að baki. Þetta verður skemmtilegur dagur og það verða margir sem mæta á völlinn. Bara frábært að vera komnir heim aftur. Grindavík hugsaði vel um okkur og ætla ég að nota tækifærið og þakka þeim fyrir okkur, það var allt gert fyrir okkur.
Hvert er markmið sumarsins hjá ykkur? Við ætlum klárlega að gera betur en í fyrra og viljum komast í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í sögu félagsins. Gefa félaginu glæsilega gjöf í tilefni 80 ára afmælisins. Einnig erum við með ákveðinn markmið í kringum leikina okkar, viljum að fólki komi á völlinn og skemmti sér. Verðum með árskort á heimaleikina, kaffi og með því í hálfleik. Svo viljum við að leikmenn okkar séu ánægðir og líði vel hjá okkur. Það á að vera gaman að vera Þróttari, hvort sem þú ert stuðningsmaður eða leikmaður. Þetta þarf allt að spila saman.
Lýstu liðinu í þremur orðum: Barátta, leikgleði og áræðni. Við berum virðingu fyrir andstæðingum okkar. Viljum að þeir taki á okkur eins og við tökum á þeim, þegar leikurinn er búinn þá er hann búinn. Þökkum fyrir leikinn og höldum áfram.
Komdu með eina skemmtilega staðreynd um félagið sem fólk veit ekki um: Félagið var stofnað 1932 og hefur spilað í 3. deildinni samfleytt frá árinu 2008. Fyrst spilaði félagið í 3. deildinni árið 1999 og einnig 2000. Svo byrjaði þetta aftur 2008. Það er einn leikmaður sem spilaði bæði árin 99-00 sem er ennþá að spila.
Eitthvað að lokum? Nei ekkert annað en að við Þróttarar erum hressir og ákveðnir í því að gera vel næsta sumar og ná besta árangri okkar frá upphafi.
Við viljum þakka ykkur á fotbolti.net fyrir góða umfjöllun um 3. deildina og vonandi haldið þið áfram á sömu braut.
Einnig hvetjum við alla til að mæta á völlinn næsta sumar.
Ef einhverjir hafa áhuga á að kaupa auglysingaskilti á Vogavöll þá er síminn 865-3722 :)
Áfram Þróttur Vogum !!!!
Athugasemdir