Leiknir úr Breiðholti hefur fengið til sín framherjann Jóhann Andra Kristjánsson frá Fylki á láni út tímabilið.
Jóhann Andri, sem er 19 ára gamall er uppalinn i Árbænum, en hann var á láni hjá HK í fyrstu deildinni síðasta sumar. Hann lék þá sex leiki með félaginu, sem féll niður í aðra deild.
Hann hefur leikið tvo leiki með Fylki í Lengjubikarnum í ár, en hann lék einnig allt undirbúningstímabilið með Árbæjarliðinu í fyrra.
Jóhann kemur nú til að leika með Leikni í fyrstu deildinni sumar, en hann skrifaði undir lánssamning sem gildir út tímabilið.
Hann ætti að vera kominn með leikheimild er Leiknir heimsækir Þór í Boganum á sunnudag í Lengjubikarnum.
Athugasemdir