Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 24. mars 2012 19:33
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Þórðar: Hugarfar taparans ríkjandi hjá alltof mörgum
,,Ég hefði viljað fá meiri út úr þessum leik og ég hefði viljað fá betri framgöngu minna manna," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindvíkinga við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í Lengjubikarnum í dag.

,,Mér fannst vanta meiri ákefð, meiri vilja til að vinna og meira vinnuframlag hjá hverjum og einum leikmanni. Það er ekki nóg að spila einn leik vel eins og í síðustu umferð á móti Fylki og vera síðan á hálfum hraða á móti Fjölni."

,,Þetta er eitthvað sem menn verða að laga fyrr en síðar því að það styttist óðfluga í mót. Hugarfarið er ekki stillt á að vinna einhverja leiki í röð og hugarfar taparans er ríkjandi hjá alltof mörgum."


Grindvíkingar eru í leit að liðsstyrk og Guðjón vonast til að sú leit beri árangur á næstunni.

,,Við höfum verið að skoða en höfum ekki verið nógu sáttir með það sem hefur verið í boði. Við erum að vonast til að það detti inn á næstu dögum eða vikum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner