Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. mars 2012 14:50
Magnús Már Einarsson
Kjartan Henry líklega á leið til Hammarby
Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, er líklega á leið til sænska félagsins Hammarby samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Hammarby er að reyna að kaupa Kjartan af KR og líklegt er að hann geri þriggja ára samning við félagið.

Ljóst er að það er mikil blóðtaka fyrir KR-inga ef Kjartan Henry fer en félagið hefur einnig misst Guðjón Baldvinsson úr sókninni frá því á síðasta tímabili.

Kjartan Henry var einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra en eftir tímabilið gerði hann nýjan þriggja ára samning við Íslands og bikarmeistarana.

Kjartan var markahæstur hjá KR með 12 mörk í 19 leikjum í Pepsi-deildinni í fyrrasumar. Þá lék hann sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætti Portúgal síðastliðið haust.

Hammarby leikur í næstefstu deild í Svíþjóð en liðið mætir Guðjóni Baldvinssyni, Kristni Steindórssyni og félögum í Halmstads í fyrstu umferð 9. apríl næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner