Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. mars 2012 21:29
Sebastían Sævarsson Meyer
Dalglish: Eðlilegt að Carroll sé stressaður
Mynd: Getty Images
Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, á von á því að Andy Carrol verði stressaður fyrir leikinn gegn Newcastle um helgina.

Andy Carrol var uppalinn hjá Newcastle en gekk til liðs við Liverpool í janúar í fyrra. Hann hefur tvisvar mætt sínum gömlu félögum en þetta er í fyrsta sinn sem hann snýr aftur á heimavöll Newcastle eftir félagaskipti sín.

Andy Carroll sagði nýlega að hann gæti orðið stressaður fyir leikinn en Dalglish segir það vera eðlilegt.

,,Það er ekkert slæmt, er það nokkuð? Ef maður verður ekki stressaður þá á maður við vandamál að stríða," sagði Dalglish.

,,Ég lít á það þannig að það sé betra að vera stressaður heldur en að vera pollrólegur."

,,Ég held að enginn getur verið rólegur þegar farið er og spilað þar sem hann fékk tækifærið og var gerður að atvinnumanni"

Athugasemdir
banner
banner
banner