KSÍ tilkynnti á blaðamannafundi nú rétt í þessu að íslenska landsliðið mæti Englendingum og Japan í vináttuleikjum í vor. Um verður að ræða 3 liða mót sem fer fram í Manchester. Okkar maður er á staðnum og greinir nánar frá þessu fljótlega. Mótið fer fram dagana 30. maí til 5. júní. Enska landsliðið mun nota 23 leikmenn í mótinu sem verða þeir sömu og fara á EM í Portúgal í sumar. Allir leikirnir fara fram á Manchester Stadium, leikvangi Manchester City. Leikur Englendinga gegn Íslandi í mótinu verður síðasti leikur liðsins áður en haldið verður á EM.
Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari Englands sagði: ,,Þetta eru síðustu upphitunarleikirnir fyrir EM 2004 svo þetta verður mikilvægur undirbúningur. Bæði lið hafa góða leikmenn, þekkt nöfn eins og Guðjohnsen og Nakata eru að spila vel núna. Ég hlakka til þessara leikja."
Leikurinn við Japani verður síðasti leikur liðsins fyrir Asíumótið.
Þá hafði KSÍ einnig rætt við ítalska knattspyrnusambandið um að mæta Ítölum 3.júní en það hentaði ekki Giovanni Trappattoni landsliðsþjálfara Englendinga því hann á von á að eitt til tvö ítölsk lið leiki til úrslita í Meistaradeild Evrópu þetta árið.
Leikir Íslands:
30. maí 2004 11:00, Ísland - Japan
1. júní 2004 19:00, England - Japan
5. júní, England - Ísland
Athugasemdir