Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 18. apríl 2012 15:45
Þórður Már Sigfússon
Heimild: BBC | Romerikes Blad | Talksport 
Gylfi og Björn Bergmann til Reading?
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Mynd: Sport.is
Eigendaskipti eru yfirvofandi hjá enska liðinu Reading en ráðgert er að rússneski kaupsýslumaðurinn, Anton Zingarevich, gangi frá kaupum á félaginu innan skamms.

Reading tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri gegn Nottingham Forest í gærkvöldi og ætlar Zingarevich sér stóra hluti með félagið. Zingarevich segir að útsendarar á vegum félagsins hafi m.a. verið á faraldsfæti undanfarnar þrjár vikur í þeim tilgangi að skoða áhugaverða leikmenn fyrir næsta keppnistímabil.

,,Við höfum verið að skoða leikmenn undanfarnar þrjár vikur og höfum þegar búið til okkar óskalista. Við sjáum síðan til hvað gerist,” sagði Zingarevich en ljóst er að Brian McDermott, stjóri Reading, mun hafa mun meiri pening milli handanna en forveri hans Steve Coppell hafði þegar hann stýrði Reading í ensku úrvalsdeildinni árin 2006 - 2008.

Reading skoðar Björn Bergmann

Ef marka má frétt sem birtist í norska staðarblaðinu Romerikes Blad í gær er Björn Bergmann Sigurðarson einn þeirra leikmanna sem Reading hefur verið að skoða að undanförnu.

Blaðið fullyrðir að útsendarar frá Reading hafi fylgst grannt með Birni í 1-1 jafnteflisleik Lilleström og Valerenga á sunnudaginn en Björn þótti besti maður vallarins í leiknum og var m.a. valinn í lið umferðarinnar hjá Verdens Gang.

Forráðamenn Lilleström virðast gera sér fulla grein fyrir því að Björn mun líklega yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnast í sumar.

,,Við þurfum að selja einn leikmann á hverju ári til að koma jafnvægi á fjárhaginn og minnka aðkomu fjárfesta að þessum málum,” sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lilleström.

,,Björn á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum en ef félaginu berst tilboð í hann, þarf að skoða það. Leikmenn eru mest söluvænlegir í sumarglugganum.”

Snýr Gylfi aftur á fornar slóðir?

Þá greindi Talksport frá því í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson sé efstur á óskalista Brians McDermott, stjóra Reading, en miðjumaðurinn knái hefur farið á kostum með Swansea í ensku úrvalsdeildinni síðan hann gekk til liðs við félagið á lánssamningi frá Hoffenheim í janúar síðastliðinn.

Gylfi hóf atvinnumannaferil sinn hjá Reading og spilaði með félaginu um nokkurra ára skeið. Mestmegnis með unglinga- og varaliðum félagsins en blómstraði síðan með aðalliði félagisins tímabilið 2009-2010 þar sem hann var markahæsti leikmaður liðsins og var að auki valinn besti leikmaður félagsins þá leiktíð, áður en hann var seldur til Hoffenheim í Þýskalandi.

Athugasemdir
banner
banner
banner