Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   mán 23. apríl 2012 08:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net - 12. sæti: Selfoss
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að nýliðar Selfyssinga endi í tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og falli þar með beint niður aftur. 13 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig..

Spámennirnir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Heimir Hallgrímsson, Magnús Már Einarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Víðir Sigurðsson, Willum Þór Þórsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Selfoss 16 stig

Um liðið: Selfyssingar eru komnir upp í Pepsi-deildina í annað skipti í sögunni.  Selfoss féll árið 2010 eftir frumraun sína á meðal þeirra bestu en liðið hefur styrkt sig talsvert betur núna en fyrir tveimur árum.  Níu erlendir leikmenn eru á mála hjá Selfyssingum í augnablikinu og þeim gæti fjölgað fyrir mót.


Hvað segir Heimir? Heimir Hallgrímsson aðstoðarlandsliðsþjálfari er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Heimir hefur náð mjög góðum árangri með lið ÍBV undanfarin ár.  Síðastliðið haust var Heimir ráðin aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins eftir að Lars Lagerback var ráðinn þjálfari. Hér að neðan má sjá álit Heimis.

Styrkleikar: Selfyssingar eru margfalt, margfalt tilbúnari í úrvaldseildina núna en fyrir tveimur árum, bæði leikmannalega sem og reynslulega. Í ár er leikmannahópurinn ekki bara betri heldur en hann jafn og breiður. Ég sá nokkra leiki með þeim í fyrra, í þeim var Babacar Sarr unaðslega góður, hann verður einn af betri miðjumönnum deildarinnar í ár. Varnarleikurinn verður líklega styrkur Selfoss í sumar, bæði leggur þjálfarinn áherslu á varnarleikinn þar er valin maður í hverju rúmi. Það var stemning í bænum þegar þeir komu upp fyrir tveimur árum, skemmtilegustu áhorfendurnir voru á Selfossi og ef sú stemning næst aftur þá getur allt gerst. Það er klárt að metnaðurinn er til staðar og liðið gæti slegið í gegn, en til þess þarf allt að ganga upp á Selfossi.

Veikleikar: Ég á erfitt með að meta styrkleika og veikleika Selfoss á þessu stigi. Það er erfitt að byggja góða liðsheild með svo marga nýja leikmenn. Það getur verið veikleiki en í því felst einnig ákveðin styrkleiki því það verður erfitt fyrir andstæðinga að kortleggja lið Selfoss að minnsta kosti í upphafi tímabils. Í liðinu eru leikmenn og tala ekki sama tungumálið sem er klárlega veikleiki. Það verkefni verður krefjandi fyrir hin tungulipra Loga Ólafsson.

Þjálfarinn: Logi Ólafsson
Logi er hokinn af reynslu og hefur greinilega gert sér grein fyrir því fljótlega að liðið var ekki nægilega vel mannað. Selfoss hefur lagt áherslu á það síðustu ár að spila á heimamönnum. Logi hefur náð að sannfæra stjórnina að til að ná árangri þarf Selfoss utanaðkomandi leikmenn með heimastrákunum. Auðun Helgason er aðstoðarþjálfari Loga. Hann ásamt Markús Kislich styrktarþjálfara mynda áhugavert þjálfarateymi. Það verður að minnsta kosti gaman að sitja á bekknum hjá Selfyssingum.

Lykilmenn: Norðmennirnir Endre Ove Brenne og Ivar Skjerve ásamt Babacar Sarr.

Gaman að fylgjast með: Það verður gaman að fylgjast með Jóni Daða Böðvarssyni. Hann hefur tekið geysilegum framförum síðustu tvö ár og það verður spennandi að sjá hvort hann haldi því áfram.


Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir:
Hlynur Geir Hjartarson golfari: ,,Ég mundi segja að þetta sé fín spá út á við en ég er langt frá því að vera sammála þessu. Ég spái liðinu 6-8. sæti í sumar, ég held að Selfoss liðið verði spútnik lið sumarsins. Þetta er besta fótboltalið sem Selfyssingar hafa átt og þetta er miklu betra lið heldur en þegar við fórum síðast upp. Andinn í liðinu er mjög góður, leikmennirnir góðir þjálfarinn er frábær og holningin á liðinu er mjög góð þannig að ég held að við munum ekki falla.

Völlurinn:
Selfossvöllur rúmar 750 manns í sæti í stúku og stæði eru fyrir 200 manns. Völlurinn er sífellt að verða glæsilegri og umgjörðin kringum boltann betri í bænum.

Breytingar á liðinu:

Komnir:
Abdoulaye Ndiaye frá Senegal
Ismet Duracak frá Hönefoss
Jon Andre Royrane frá Noregi
Ólafur Karl Finsen frá Stjörnunni
Robert Sandnes frá Noregi
Tómas Leifsson frá Fram

 

Farnir:
Arilíus Marteinsson í Stokkseyri
Einar Ottó Antonsson í fríi frá fótbolta
Elías Örn Einarsson í Árborg
Ibrahima Ndiaye 
Ingþór Jóhann Guðmunddsson hættur
Peter Klancar til Slóveníu
Sævar Þór Gíslason hættur

Komnir:

Björgólfur Takefusa frá KR

Baldur Ingimar Aðalsteinsson frá Val

Hörður Sigurjón Bjarnason úr Þrótti

Ingólfur Þórarinsson frá Selfossi

Mark Rutgers frá KR

Pétur Georg Markan frá Fjölni

Róbert Örn Óskarsson frá BÍ/Bolungarvík

 

Farnir:

Daníel Hjaltason til Modum í Noregi

Jakob Spangsberg

Milos Glogovac í KF

Viktor Örn Guðmundsson í FH (Var á láni)

Robin Faber


Leikmenn Selfyssinga sumarið 2012:
1. Magnús Þormar 

3. Hörður Sigurjón Bjarnason

4. Ingólfur Þórarinsson

5. Mark Rutgers

6. Halldór Smári Sigurðsson

7. Þorvaldur Sveinn Sveinsson

8. Kristinn Magnússon

9. Kjartan Dige

10. Egill Atlason

11. Baldur Ingimar Aðalsteinsson

12. Patrik Atlason

13. Róbert Örn Óskarsson

14. Tómas Guðmundsson

15. Marteinn Briem

16. Pétur Georg Markan

17. Garðar Leifsson

18. Milos Milojevic

19. Svavar Cesar Hjaltested

20. Helgi Sigurðsson

21. Walter Hjaltested

22. Sigurður Egill Lárusson

23. Hjalti Már Hauksson

24. Viktor Jónsson

25. Aron Þrándarson

26. Davíð Atlason

27. Gunnar Helgi Steindórsson

28. Sverrir Þór Garðarsson

30. Björgólfur Takefusa

1. Ismet Duracak
2. Sigurður Eyberg Guðlaugsson
4. Agnar Bragi Magnússon
5. Kjartan Sigurðsson
6. Andri Freyr Björnsson
7. Jón Daði Böðvarsson
8. Babacar Sarr
9. Viðar Örn Kjartansson
10. Ingólfur Þórarinsson
11. Ólafur Karl Finsen
12. Jóhann Ólafur Sigurðsson
13. Sindri Rúnarsson
14. Tómas Leifsson
15. Abdoulaye Ndiaye
16. Gunnar Már Hallgrímsson
17. Joe Tillen
18. Pálmi Þór Ásbergsson
19. Ingvi Rafn Óskarsson
20. Robert Sandnes
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson
22. Ivar Skjerve
23. Ingi Rafn Ingibergsson
24. Svavar Berg Jóhannsson
25. Magnús Ingi Einarsson
26. Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
27. Jon Andre Royrane
28. Sveinn Fannar Brynjarsson
30. Endre Ove Brenne

Leikir Selfyssinga 2012:
6. maí Selfoss - ÍBV
10. maí Valur - Selfoss
14. maí Selfoss - FH
21. maí Fram - Selfoss
24. maí Selfoss - Grindavík
31. maí Selfoss - Breiðablik
16. júní KR - Selfoss
20. júní Selfoss - Fylkir
2. júlí Keflavík - Selfoss
5. júlí Selfoss - Stjarnan
16. júlí ÍA - Selfoss
22. júlí ÍBV - Selfoss
29. júlí Selfoss - Valur
8. ágúst FH - Selfoss
12. ágúst Selfoss - Fram
20. ágúst Grindavík - Selfoss
26. ágúst Breiðablik - Selfoss
2. september Selfoss - KR
16. september Fylkir - Selfoss
20. september Selfoss - Keflavík
23. september Stjarnan - Selfoss
29. september Selfoss - ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner