Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   mán 23. apríl 2012 22:12
Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Kale: Með sterkara lið en í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var leiðinlegt í dag, við ætluðum að komast í úrslitaleikinn og stefndum að því en við vorum að spila við sterkt KR lið. Þeir voru massívir í dag og tóku okkur," sagði Ingvar Kale markvörður Breiðabliks eftir 0-2 tap gegn KR í undanúrslitum Lengjubikarsins í kvöld.

,,Við vorum að halda boltanum ágætlega innnan liðsins og mér fannst við vera meira með boltann en þeir. Við vorum sjálfum okkur verstir í föstum leikatriðum og svo dekkum við ekki inni í teig í seinna markinu og það er það sem drepur leikinn að mínu mati."

,,Þeir voru næstum því búnir að gefa okkur mark í fyrri hálfleik og við áttum að nýta það og svo áttum við hálffæri og Fjalar var að grípa vel inní hjá þeim. Þeir héldu núllinu og það er það sem telur í þessu."


Þar sem Breiðablik er úr leikí Lengjubikarnum hefur liðið nú spilað sinn síðasta mótsleik fyrir Íslandsmót. Við spurðum Ingvar að lokum hvernig honum þætti liðið í ár.

,,Við erum með ágætis lið, ég held við séum með sterkara lið en í fyrra og heilsteyptara lið. Ég er bara bjartsýnn fyrir sumarið og vonandi byrjum við vel."
Athugasemdir