,,Þetta var leiðinlegt í dag, við ætluðum að komast í úrslitaleikinn og stefndum að því en við vorum að spila við sterkt KR lið. Þeir voru massívir í dag og tóku okkur," sagði Ingvar Kale markvörður Breiðabliks eftir 0-2 tap gegn KR í undanúrslitum Lengjubikarsins í kvöld.
,,Við vorum að halda boltanum ágætlega innnan liðsins og mér fannst við vera meira með boltann en þeir. Við vorum sjálfum okkur verstir í föstum leikatriðum og svo dekkum við ekki inni í teig í seinna markinu og það er það sem drepur leikinn að mínu mati."
,,Þeir voru næstum því búnir að gefa okkur mark í fyrri hálfleik og við áttum að nýta það og svo áttum við hálffæri og Fjalar var að grípa vel inní hjá þeim. Þeir héldu núllinu og það er það sem telur í þessu."
Þar sem Breiðablik er úr leikí Lengjubikarnum hefur liðið nú spilað sinn síðasta mótsleik fyrir Íslandsmót. Við spurðum Ingvar að lokum hvernig honum þætti liðið í ár.
,,Við erum með ágætis lið, ég held við séum með sterkara lið en í fyrra og heilsteyptara lið. Ég er bara bjartsýnn fyrir sumarið og vonandi byrjum við vel."
Athugasemdir