Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
   mán 23. apríl 2012 22:12
Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Kale: Með sterkara lið en í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var leiðinlegt í dag, við ætluðum að komast í úrslitaleikinn og stefndum að því en við vorum að spila við sterkt KR lið. Þeir voru massívir í dag og tóku okkur," sagði Ingvar Kale markvörður Breiðabliks eftir 0-2 tap gegn KR í undanúrslitum Lengjubikarsins í kvöld.

,,Við vorum að halda boltanum ágætlega innnan liðsins og mér fannst við vera meira með boltann en þeir. Við vorum sjálfum okkur verstir í föstum leikatriðum og svo dekkum við ekki inni í teig í seinna markinu og það er það sem drepur leikinn að mínu mati."

,,Þeir voru næstum því búnir að gefa okkur mark í fyrri hálfleik og við áttum að nýta það og svo áttum við hálffæri og Fjalar var að grípa vel inní hjá þeim. Þeir héldu núllinu og það er það sem telur í þessu."


Þar sem Breiðablik er úr leikí Lengjubikarnum hefur liðið nú spilað sinn síðasta mótsleik fyrir Íslandsmót. Við spurðum Ingvar að lokum hvernig honum þætti liðið í ár.

,,Við erum með ágætis lið, ég held við séum með sterkara lið en í fyrra og heilsteyptara lið. Ég er bara bjartsýnn fyrir sumarið og vonandi byrjum við vel."
Athugasemdir