Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   mið 25. apríl 2012 09:00
Magnús Már Einarsson
Sektarsjóður Grindvíkinga: Sekt fyrir að mæta í ljótum klæðnaði
Matthías Örn Friðriksson.
Matthías Örn Friðriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafþór Ægir er duglegur að krækja í sektir.
Hafþór Ægir er duglegur að krækja í sektir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Scott Ramsay ákveður hvort klæðnaður leikmanna sé ljótur eða ekki.
Scott Ramsay ákveður hvort klæðnaður leikmanna sé ljótur eða ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjá félögum í Pepsi-deildinni eru leikmenn með sektarsjóð innan liðsins. Þar fá leikmenn sektir fyrir ýmsa hluti en sektirnar renna síðan í sameiginlegan leikmannasjóð. Í tengslum við spána fyrir Pepsi-deildina er ætlunin að skoða sektarsjóðskerfið hjá félögum og í dag er komið að Grindvíkingum.

,,Þetta er það lítil upphæð eins og er þannig að nú erum við bara að safna og síðan verður ákveðið seinna meir í hvað peningurinn fer," segir Matthías Örn Friðriksson sektarstjóri Grindvíkinga en menn eru ekki duglegir við að fá sektir hjá félaginu.

,,Sjóðurinn er ekki að skila miklu, enda forðast menn eins og heitan eldinn að fá sekt á sig, keyra jafnvel á ólöglegum hraða á Reykjanesbrautinni bara til þess að ná á æfingu á réttum tíma og sleppa við sekt," bætti Matthías við en tveir leikmenn bera af í sektunum.

,,Magnús Björgvinsson og Hafþór Ægir eru efstu menn en um leið mjög lélegir í því að borga það sem þeir skulda og eru alltaf tilbúnir með afsakanir og/eða lögfræðinga sem aðstoða þá í að komast hjá því að borga."

Sektarreglur Grindavíkur:

Almennar reglur
˃ 500 kr ef síminn hringir/sms inní klefa þegar þjálfararnir eru að tala. Gildir bæði á æfingum og í leikjum
˃ 1000 kr fyrir að mæta ekki á boðaða samkomu skemmtinefndar án skýringar.
˃ 500 kr fyrir að mæta í klefann í sérstaklega ljótum fatnaði. Sem dæmi má nefna götótta og illa lyktandi sokka, skítugar buxur , ósamræmi í litavali eða annað sem tískulögga liðsins, Scott Ramsay sér um að dæma. Ef ágreiningur rís vegna ákvarðana má kæra til yfirmanns tískusviðs, Páls Guðmundssonar sem hefur lokaorðið.
˃ 500 kr fyrir hverja Twitter færslu sem birtist á Fótbolti.net

Á æfingu
˃ 500 kr fyrir að koma of seint á boðaða æfingu og svo 100 kr fyrir hverjar 5 mín eftir það. Maður er talinn mæta of seint ef hann er ekki kominn í klefann 5 mínútum fyrir uppgefinn æfingatíma. Það er í lagi að mæta beint í Hópið en það er ekki mælt með því. Klukka sektarstjóra gildir og er hún stillt á sama tíma og klukkan á veggnum. Gildir ekki fyrir æfingar í World Class
˃ 500 kr. Fyrir að vera klobbaður í reit af markmanni
˃ 500 kr fyrir að vera klobbaður oftar en einu sinni í sama reitnum. 2 vitni þurfa að staðfesta klobbana
˃ 2000 kr fyrir skróp á æfingu án þess að láta þjálfara/sektarstjóra vita
˃ 500 kr fyrir að gleyma einhverju eftir æfingu.

Á leikdegi
˃ 1000 kr fyrir að mæta of seint í leik og svo 500 kr fyrir hverjar 5 mín eftir það. Klukka sektarstjóra gildir
˃ 1000 kr. Fyrir að gleyma legghlífum, takkaskóm eða öðrum nauðsynlegum útbúnaði
˃ 500 kr fyrir að mæta ekki í réttum fatnaði í leik.
˃ 500 fyrir gult spjald vegna tuðs í dómara eða öðrum. Gildir í öllum leikjum
˃ 1000 kr fyrir beint Rautt spjald. Gildir í öllum leikjum

Greiðslur sekta, innheimta og ágreiningur
˃ Gjalddagi er eigi síðar en 10. dag næsta mánaðar eftir að brot á sér stað. Eftir það reiknast dráttarvextir 100 kr. hvern dag sem greiðsla tefst. Hægt er að leggja inná reikning eða afhenda sektarstjóra
˃ Sektarstjóri er Matthías Örn og sér hann um að skrá sektir og innheimta.
˃ Komi upp ágreiningur varðandi reglur þessar og sektir byggðar á þeim, skal málinu vísað til sérstakrar úrskurðarnefndar sem sektarstjóri skipar í hverju sinni og hefur sú nefnd lokaorðið í þeim málum.
Athugasemdir
banner
banner
banner