Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflvkingar endi í níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 10 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig.
SPÁMENNIRNIR
Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Heimir Hallgrímsson, Magnús Már Einarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Víðir Sigurðsson, Willum Þór Þórsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Heimir Hallgrímsson, Magnús Már Einarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Víðir Sigurðsson, Willum Þór Þórsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Keflavík 35 stig
10. Grindavík 31 stig
11. Fylkir 30 stig
12. Selfoss 16 stig
Um liðið: Keflvíkingar byrjuðu mótið af krafti í fyrra en soguðust síðan niður í fallbaráttu. Þeir losnuðu ekki endanlega við falldrauginn fyrr en eftir 2-1 sigur á Þór í lokaumferðinni. Willum Þór Þórsson hætti sem þjálfari liðsins eftir mót og Zoran Daníel Ljubicic tók við skútunni eftir að hafa stýrt yngri flokkum hjá Keflavík undanfarin ár.
Hvað segir Heimir? Heimir Hallgrímsson aðstoðarlandsliðsþjálfari er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Heimir hefur náð mjög góðum árangri með lið ÍBV undanfarin ár. Síðastliðið haust var Heimir ráðin aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins eftir að Lars Lagerback var ráðinn þjálfari. Hér að neðan má sjá álit Heimis.
Styrkleikar: Það eru reyndir menn sem skipa hrygginn í liðinu: Ómar Jóhansson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Gummi Steinars. Það mun mæða mjög mikið á þeim, ef þeir haldast heilir þá getur þetta lið gert góða hluti. Með erlendu leikmönnunum (miðvörður og miðjumaður) styrkist hryggur liðsins enn meira.
Veikleikar: Aðal veikleikinn liggur í þunnum leikmannahópi. Það og reynslulítill þjálfari er hættulegur kokteill. Keflavík hefur verið í vandræðum með að skora og ég sé ekki alveg hvernig þeir ætla að leysa það vandamál. Guðmundur Steinarsson getur ekki endalaust haldið þeim uppi í markaskorun. Síðan er spurningin er hvort að þessir ungu strákar séu almennt nógu góðir. Það er ekki lengur hægt að segja að þessir strákar séu efnilegir því að þeir hafa spilað töluvert af leikjum. Þetta tímabil getur farið í allar áttir hjá Keflavík.
Þjálfarinn: Zoran Daníel Ljubic
Það mun mæða mjög mikið á Zoran. Hann er búinn að vinna gott starf í þjálfun yngri leikmanna en sumarið verður alveg ný reynsla. Það var gríðarlegt snjallræði hjá stjórninni að fá Oddinn (Gunnar Oddsson) með í verkefnið. Hann er mikils metinn og hokinn af reynslu. Ég held að Gunnar geti bætt upp það sem Zoran skortir og tel að þeir verði gott þjálfarapar.
Lykilmenn: Ómar Jóhannsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson.
Gaman að fylgjast með: Það er mikið af ungum spennandi leikmönnum í Keflavík vonandi ná einhverjir þeirra að springa út í sumar. Bojan sonur Zorans er t.d. einn líklegur en ég er spenntastur að sjá hvernig Jói Ben mun plumma sig í vinstri bakvarðarstöðunni.
Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:
Stuðningsmaðurinn segir:
Kjartan Másson fyrrum þjálfari: ,,Þessi spá kemur á óvart. Ég held að þeir verði í fjórða eða fimmta sæti en það er kannski hlutdrægni í því. Það er ótrúlegt hvað er hægt að komast langt með svona peyja þegar allt er í lagi. Ég hef séð þá í vetur og þeir spila alltaf vel í höllinni, síðan er spurning hvað gerist þegar komið er út á grasið. Ég hef trú á Zoran, ég er búinn að þjálfa hann og þekki hann. Hann kann þetta allt saman."
Völlurinn:
Áhorfendaaðstaða við Keflavíkurvöll er í stúku öðrum megin við völlinn en þar eru 1100 sæti í heildina og gert ráð fyrir að með stæðum geti allt að 4000 áhorfendur verið á leik á vellinum.
Breytingar á liðinu:
Komnir:
Gregor Mohar frá NK Radomlje
Grétar Atli Grétarsson frá Stjörnunni
Haraldur Freyr Guðmundsson frá Start
Jóhann R. Benediktsson frá Fjarðabyggð
Gregor Mohar frá NK Radomlje
Grétar Atli Grétarsson frá Stjörnunni
Haraldur Freyr Guðmundsson frá Start
Jóhann R. Benediktsson frá Fjarðabyggð
Farnir:
Adam Larsson
Andri Steinn Birgisson í Leikni R.
Guðjón Árni Antoníusson í FH
Goran Jovanovski
Grétar Hjartarson í Reyni Sandgerði
Magnús Þórir Matthíasson í Fylki
Komnir:
Björgólfur Takefusa frá KR
Baldur Ingimar Aðalsteinsson frá Val
Hörður Sigurjón Bjarnason úr Þrótti
Ingólfur Þórarinsson frá Selfossi
Mark Rutgers frá KR
Pétur Georg Markan frá Fjölni
Róbert Örn Óskarsson frá BÍ/Bolungarvík
Farnir:
Daníel Hjaltason til Modum í Noregi
Jakob Spangsberg
Milos Glogovac í KF
Viktor Örn Guðmundsson í FH (Var á láni)
Robin Faber
Leikmenn Keflavíkur sumarið 2012:
1. Magnús Þormar
3. Hörður Sigurjón Bjarnason
4. Ingólfur Þórarinsson
5. Mark Rutgers
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Þorvaldur Sveinn Sveinsson
8. Kristinn Magnússon
9. Kjartan Dige
10. Egill Atlason
11. Baldur Ingimar Aðalsteinsson
12. Patrik Atlason
13. Róbert Örn Óskarsson
14. Tómas Guðmundsson
15. Marteinn Briem
16. Pétur Georg Markan
17. Garðar Leifsson
18. Milos Milojevic
19. Svavar Cesar Hjaltested
20. Helgi Sigurðsson
21. Walter Hjaltested
22. Sigurður Egill Lárusson
23. Hjalti Már Hauksson
24. Viktor Jónsson
25. Aron Þrándarson
26. Davíð Atlason
27. Gunnar Helgi Steindórsson
28. Sverrir Þór Garðarsson
30. Björgólfur Takefusa
1. Ómar Jóhannsson
2. Viktor Smári Hafsteinsson
3. Jóhann R Benediktsson
4. Haraldur Freyr Guðmundsson
5. Gregor Mohar
6. Einar Orri Einarsson
7. Jóhann Birnir Guðmundsson
8. Bojan Stefán Ljubicic
9. Guðmundur Steinarsson
10. Hilmar Geir Eiðsson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
12. Árni Freyr Ásgeirsson
13. Daníel Gylfason
15. Kristinn Björnsson
17. Arnór Ingvi Traustason
18. Theodór G Halldórsson
19. Ásgrímur Rúnarsson
20. Þorsteinn Þorsteinsson
21. Bergsteinn Magnússon
22. Magnús Þór Magnússon
23. Sigurbergur Elísson
25. Frans Elfarsson
26. Grétar Atli Grétarsson
28. Viktor Smári Hafsteinsson
29. Ísak Örn Þórðarson
Leikir Keflavíkur 2012:
6. maí Fylkir - Keflavík
10. maí Grindavík - Keflavík
14. maí Keflavík - Stjarnan
20. maí ÍA - Keflavík
24. maí Keflavík - ÍBV
31. maí Valur - Keflavík
16. júní Keflavík - FH
20. júní Fram - Keflavík
2. júlí Keflavík - Selfoss
5. júlí Breiðablik - Keflavík
12. júlí Keflavík - KR
23. júlí Keflavík - Fylkir
29. júlí Keflavík - Grindavík
8. ágúst Stjarnan - Keflavík
12. ágúst Keflavík - ÍA
20. ágúst ÍBV - Keflavík
26. ágúst Keflavík - Valur
3. september FH - Keflavík
16. september Keflavík - Fram
20. september Selfoss - Keflavík
23. september Keflavík - Breiðablik
29. september KR - Keflavík
Athugasemdir